Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1731 svör fundust
Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?
Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...
Hvað eru margar rafeindir á hverju hvolfi?
Hámarksfjöldi rafeinda á atómhvolfum (e. shell) er fundinn samkvæmt reikniaðgerðinni 2n2, þar sem n er númer hvolfs. Rafeindir á sveimi umhverfis atómkjarna fyrirfinnast á afmörkuðum líkindasvæðum sem nefnast svigrúm en hægt er að lesa meira um þau í svari við spurningunni Hvað er lotukerfið? Í hverju svig...
Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?
Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á þ...
Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?
Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að 6% karla og 18% kvenna einhvern tíma á lífsleiðinni. Höfuðverkurinn kemur í köstum og lýsir sér oft í þungum æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst og óþol gegn skærri birtu og hljóðum...
Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...
Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?
Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...
Hvað er blindsýn (blindsight)?
Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...
Er hægt að deyja úr hita?
Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...
Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?
Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...
Er til alíslenskt orð yfir tennis?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...
Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?
Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land. Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á l...
Hvað eru sveskjur?
Sveskjur eru þurrkaðar plómur. Þær hafa þekkst um víða veröld um margra alda skeið, og leifar þeirra hafa meðal annars fundist í fornegypskum grafhýsum. Áður fyrr voru sveskjur sólþurrkaðar, en eru aðallega þurrkaðar í verksmiðjum nú til dags. Meirihluti allra sveskna er framleiddur í Bandaríkjunum, en þær eru lík...
Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...
Hvað halda menn með pomp og prakt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það er alltaf talað um að eitthvað sé haldið með pomp og prakt en hvað er þetta pomp og prakt? Orðasambandið með pomp(i) og prakt er fengið að láni úr dönsku, med pomp og prakt. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog ober det danske sprog, er pomp gefið í merkingunni...
Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?
Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi. Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur. Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu ...