Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2488 svör fundust
Hvað er að vera á skjön?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera á skjön við eitthvað, t.d. stefnu eða stjórnvöld. Ég veit hvað það merkir en hvaðan kemur orðið "skjön"? Orðið skjön merkir ‘skakki, skái’. Orðasambandið á skjön merkir ‘á ská, út á hlið’. Það er þekkt í málinu frá 18. öld og er líklega tökuorð úr dönsku på skjøns ...
Hver er uppruni orðsins tekjur?
Orðið tekja, oftast notað í fleirtölu tekjur, þekkist í málinu að minnsta kosti frá því seint á 18. öld. Tekja er fletta í íslensk-latneskri orðabók séra Björns Halldórssonar. Björn lést 1794 án þess að tekist hefði að koma bókinni á prent. Hún kom þó út 1814 og hafði danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask ve...
Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?
Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur h...
Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?
Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður barda...
Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?
Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...
Hvaða hlutverki gegnir ristillinn?
Ristillinn tekur við fæðumauki úr smáþörmunum. Meltingu er að mestu leyti lokið þegar fæðan kemur í ristilinn. Það sem eftir er af henni fer fram fyrir tilstuðlan baktería, því að ristillinn myndar engin meltingarensím. Einnig mynda ristilgerlar K-vítamín. Enn á eftir að soga vatn, steinefni og örlítið af vít...
Hvaðan kemur munnvatnið?
Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...
Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?
Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar. Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það i...
Hvar eru flugurnar á veturna?
Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...
Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?
Alls eru til 35 fylkingar dýra samkvæmt núgildandi flokkunarfræði. Af þeim er aðeins ein fylking seildýra, en til hennar teljast hryggdýrin. Allar hinar fylkingarnar tilheyra hryggleysingjum. Samkvæmt núverandi mati eru tegundir hryggdýra í kringum 40 þúsund en fjöldi tegunda hryggleysingja er margfalt hærri, hle...
Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútíma...
Hvar verpir krían?
Krían (Sterna paradisaea) er algengur varpfugl víða um heim, þar með talið á Íslandi, en hér á landi er varpstofninn talinn í hundruðum þúsunda para. Krían verpir á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada og í Alaska. Krían verpir á nor...
Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?
Áttfætlur (Arachnida) er flokkur innan fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem eru með 4 pör af fótum og tvískiptan líkama. Þær skortir einnig fálmara og vængi. Til áttfætlna teljast köngulær (Araneae), áttfætlumaurar (Acari) eða mítlar, langfætlur (Opiliones), sporðdrekar (Scorpiones), dre...
Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?
Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...
Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?
Hebreska er móðurmál langflestra Gyðinga í Ísrael, en þeir eru um 77% landsmanna. Stærsti minnihlutahópurinn er múslimar (15%) sem tala arabísku. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan veg. Hebreska var töluð löngu fyrir Krist. Á myndinni sést brot úr rollu Isaiah (e. Isaiah scroll) sem er ein af rollunum se...