Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9244 svör fundust
Hvað eru endurhverf viðskipti?
Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar. Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup sí...
Hvað er DAFO-greining?
Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði. Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, for...
Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?
Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti ...
Hvað þýðir orðið kaldaljós?
Orðið kaldaljós þekkist í fornu máli aðeins sem viðurnefni Kolbeins Arnórssonar kaldaljóss. Viðurnefnið kaldaljós kemur fyrir í Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala en í báðum er hann einnig nefndur Staðar-Kolbeinn. Hans er einnig getið í biskupa sögum. Hvergi kemur fram hvernig Kolbeinn fékk viðurnefni sitt. ...
Hvað eru klínískar rannsóknir?
Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...
Hvað er Surtshellir gamall?
Í svari við spurningunni Hvernig myndast hraunhellar? kemur fram að hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Surtshellir, lengsti og nafntogaðasti hellir á Íslandi, er hraunhellir. Hann er í Hallmundarhrauni sem talið er vera frá 10. öld eins og lesa má um í svari við spurningunni Er ...
Hvað er Surtshellir langur?
Surtshellir í Hallmundarhrauni er lengsti hellir á Íslandi um 1.970 metra langur. Í beinu framhaldi af Surtshelli til norðausturs er Stefánshellir en lokað er á milli hellanna vegna hruns. Samtals eru þeir 3.500 metrar á lengd. Til frekari fróðleiks má benda áhugasömum á að skoða svörin Hvað er Surtshellir gama...
Hvað er Þingvallavatn djúpt?
Mesta dýpi í Þingvallavatni er 114 metrar en meðaldýpt þess er 34 metrar. Flatarmál þess er 82 ferkílómetrar og er því næststærsta stöðuvatn landsins á eftir Þórisvatni sem er 83-88 ferkílómetrar. Þórisvatn er miðlunarlón og stærð þess því breytileg. Þingvallavatn er hins vegar stærsta alnáttúrulega stöðuvatn land...
Hvað er Hóp djúpt?
Hópið telst sjötta stærsta vatn landsins, tæplega 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Mesta dýpt þess er 8,5 m. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....
Hvað eru kraftar Londons?
Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...
Hvað er ítrun Newtons?
Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...
Hvað er Centaurus A?
Centaurus A (NGC5128) er afar einkennileg vetrarbraut í um 10 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni okkar. Vetrarbrautin, kennd við stjörnumerkið Mannfákinn (e. Centaurus), er risastór sporvöluvetrarbraut og nálægasta virka vetrarbrautin. Virkar vetrarbrautir hafa kjarna sem framleiðir meiri geislun en alli...
Hvað er Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í h...
Hvað er eyrnabólga barna?
Miðeyrnabólga, sem í daglegu tali kallast eyrnabólga, er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríusýkingar og er hún mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Miðeyrað er loftfyllt holrúm á milli hljóðhimnunnar og innra eyrans. Kokhlustin er loftrás sem liggur á milli miðeyrans og nefkoksins og sér til þe...
Hvað merkir orðið sálufélagi?
Orðið sálufélagi (e. soul mate) er notað um þann sem er andlega skyldur einhverjum. Þá er átt við tveir eða fleiri hafi svipaðar skoðanir og lífsskilning. Orðið virðist ekki gamalt í málinu en sálufélag er til í söfnum Orðabókar Háskólans allt frá 17. öld. Talað er um pólitískt sálufélag, andlegt sálufélag og ...