Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1563 svör fundust
Hvers eðlis er sálin?
Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...
Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...
Er til einhver guð, annars staðar en í hausum fólks?
Hér er einnig svarað spurningu Jóns E. Jónssonar: Er guð (æðri máttarvöld) til? Ein frægasta sönnun á tilvist Guðs, hin svokallaða verufræðilega sönnun, gerir einmitt ráð fyrir því að sé Guð til í hausnum á fólki þá hljóti hann einnig að vera til í raunveruleikanum. Þessi sönnun er einföld og glæsileg. Kjarni h...
Er hægt að nota óendanleika tímans til að sanna að við getum ekki verið til?
Mannshugurinn á erfitt með að kljást við spurninguna um endanleika eða óendanleika, hvort sem átt er við tímann eða rúmið, það er að segja hvort tíminn sé óendanlegur eða hafi átt sér upphaf og hvort rúmið sé óendanlegt eða endanlegt og eigi sér þá ef til vill einhver ytri mörk. Báðir svarskostirnir um hvorttveggj...
Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?
Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina. Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og...
Hvað er andefni?
Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...
Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?
Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til? Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sön...
Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?
Í ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 voru seðlar og mynt í umferð 8,7 milljarðar króna. Þar af voru seðlar 7,5 milljarðar króna en mynt tæpir 1,2 milljarðar króna. Hæst varð upphæðin um verslunarmannahelgina en þá voru seðlar í umferð 7,6 milljarðar króna. Í árslok voru 5,8 m...
Hver fann upp húðflúr?
Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp h...
Hver er vestasti oddi Evrópu?
Samkvæmt algengum Evrópukortum mundu Bjargtangar í Látrabjargi vera vestasti oddi Evrópu. Þessi kort segja þó ekki alla söguna því að Asóreyjar eru vestar en Ísland og teljast ótvírætt til Evrópu. Eðlilegast virðist að telja vestasta odda eyjarinnar Flores í Asóreyjum jafnframt vestasta odda Evrópu. *** Þess...
Úr hverju er köngulóarvefur? Væri hægt að framleiða hann?
Köngulóarvefur er geysilega sterkur. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að efnið í vefnum sé nógu sterkt til að köngulóarvefur sem er svipaður að ummáli og pensill gæti stöðvað Boeing 747 þotu á flugi! Uppistaðan í köngulóarvefnum er fjölliða prótín sem nefnist fibróín (e. fibroin). Þræðirnir sem kö...
Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?
Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...
Hvað er ofurraunveruleiki?
Ofurraunveruleiki eða ofurveruleiki er þýðing á hugtakinu hyperreality, en það er eitt af meginhugtökum franska menningarfræðingsins Jean Baudrillards. Samkvæmt kenningum Baudrillards einkennist nútíminn af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Eftirmyndir raunveruleikans, svo sem í fjölmiðlum, be...
Gerast kraftaverk í íslamstrú?
Kraftverk, sem nefnast mu’jizãt á arabísku, gegna afar litlu hlutverki í íslamskri guðfræði, ólíkt kraftaverkum í kristinni trú. Íslamstrú afneitar þó ekki kraftaverkum en þau hafa litla sem enga þýðingu. Fræðimaðurinn al-Ansãri, sem var uppi frá 1006-1089 eftir okkar tímatali, sagði um kraftaverk:Sá sem geng...
Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?
Sæskjaldbökur kallast allar tegundir skjaldbaka af ættunum Dermochelyidae og Cheloniidae. Ættin Cheloniidea telur 6 tegundir en Dermochelyidae aðeins eina, alls 7 tegundir. Þær lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea). Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea, e. leather...