Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?
Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli. Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta...
Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan koma sagógrjón og hvernig urðu þau hluti af íslenskri matarmenningu? Sagógrjón eru litlar hvítleitar kúlur sem unnar eru úr ýmsum pálmategundum, sér í lagi úr sagópálmunum Metroxylon sagu og M. rumphii. Sagópálmar eiga rætur að rekja til Indónesíu og vaxa aðallega á fenjas...
Hvenær var harðfiskur fyrst borðaður á Íslandi?
Vel verkaður harðfiskur er afar hollur og nærandi herramannsmatur og hentar sérstaklega vel sem útivistar- og útilegunesti enda hefur hann fylgt útiverandi og -vinnandi Íslendingum frá örófi alda. Það veit enginn hvenær Íslendingar fór að verka og borða harðfisks. Ég veðja að það hafi verið töluvert löngu áður ...
Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944?
Dýralíf á Íslandi árið 1944 var í meginatriðum eins og það er í dag, þó vissulega hafi orðið einhverjar breytingar. Hlýnandi loftslag hefur skapað skilyrði fyrir nýjar tegundir en sett öðrum skorður, skóglendi hefur aukist vegna minnkandi beitarálags, uppgræðslu og hlýnandi veðráttu og stór hluti votlendis hefur v...
Hver var Ada Lovelace?
Stærðfræðingurinn Ada King, greifynjan af Lovelace (1815-1852), er jafnan talin vera fyrsti forritari sögunnar. Eftir andlát hennar var lítið fjallað um hana lengi vel en það hefur breyst á undanförnum áratugum. Augusta Ada Byron, síðar Lovelace, fæddist 10. desember 1815 í Piccadilly Terrace, nú í London. Fore...
Af hverju hefur enginn stigið fæti á tunglið í hálfa öld?
Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um það af hverju svo langt er um liðið síðan menn fóru síðast til tunglsins. Á meðal spurninga sem þessu tengjast eru: Hversu oft hafa menn farið til tunglsins? Ef bara einu sinni 1969, af hverju hafa menn ekki farið aftur? Af hverju hefur enginn stigið á tunglið ...
Eru Grýla, Leppalúði og jólakötturinn til í dag?
Nokkrir lesendur af yngri kynslóðinni hafa spurt Vísindavefinn um Grýlu. Það sem helst brennur á krökkunum er hvort hún sé enn á lífi og hvað hún sé þá eiginlega gömul? Nemendur í Hamraskóla vilja síðan fá að vita um allt í senn: Grýlu, Leppalúða og sjálfan jólaköttinn! Við Vísindavefinn starfar þverfaglegt jól...
Geta fjöll verið ljót?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Já, fjöll geta verið ljót. Gömul kona sem flutti frá Akureyri suður á Selfoss sagðist oft sakna fallegu fjallanna við Eyjafjörð og gaf lítið fyrir Ingólfsfjall, sem Selfyssingar töluðu svo gjarnan um. Henni fannst Ingólfsfjall vera ljótt. Eftir að hafa búið syðra í nokkur ár...
Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?
Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...
Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?
Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Trölla...
Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?
Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna. Höfundi þessa svars finnst lík...
Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...
Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?
Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...
Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær kom orðið gagnrýni inn í íslensku? Stundum er spurt hvort eigi að segja beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun. Stutta svarið er að hvort tveggja er rétt, en það þarfnast nánari skýringar. Venjuleg mynd þessa lýsingarorðs í nefnifalli eintölu er gagnrý...
Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?
Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...