Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7095 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?

Allar tegundir píranafiska, eða flensara, tilheyra ættinni Serrasalmidae. Píranafiskar lifa einungis villtir í Suður-Ameríku og í Amasonfljóti finnast um 20 tegundir. Þeirra frægust er Serrasalmus nattereri sem er að öllum líkindum sú tegund sem spyrjendur vilja fræðast um. Líkt og hákarlar laðast píranafiskar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist ef vetnisfrumeind sem hefur aðeins eina róteind, verður fyrir alfasundrun?

Stutta svarið er að vetnisfrumeind getur alls ekki orðið fyrir alfasundrun! Alfaeind er samsett úr tveimur róteindum og tveimur nifteindum og er því eins og kjarni helínatóms. Þannig má segja að alfaeindin hafi sætistöluna 2 og massatöluna 4. Alfasundrun nefnist það þegar þungur atómkjarni sendir frá sér alfaei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna ráðast hundar á ketti?

Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru: Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þ...

category-iconLögfræði

Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998. Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað...

category-iconSálfræði

Hvað er blindsýn (blindsight)?

Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...

category-iconFornfræði

Hvað varð um París og Helenu fögru?

París var sonur Príamosar konungs í Tróju. Hann hafði numið á brott Helenu fögru, drottningu Menelásar konungs í Spörtu og af þeim sökum braust út Trójustríðið (sjá nánar í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?). Gríska hetjan Fíloktetes drap París Trójuprins...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef eitthvað væri sent inn í svarthol, væri hægt að koma því til baka til jarðarinnar?

Við höfum áður fjallað nokkuð um svarthol á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið? segir meðal annars þetta um hugsanleg ferðalög í gegnum ormagöng, en svo nefnast svarthol sem gætu fræðilega séð tengt saman tvo staði í sama alheimi eða tvo ólíka al...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aftur?

Um virkni rafhlaðna er fjallað í svari við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Við forskaut í litínjónarafhlöðu eru litínfrumeindir (Li) milli laga af kolefnisfjölliðum (Cn) (mynd 1a). Við bakskautið eru hins vegar litínjónir (Li+) í kristallsgrind sem g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?

Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungse...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru oturgjöld?

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?

Vísindamenn ganga yfirleitt út frá því að orsakalögmálið sé algilt. Við trúum því að sömu orsakir leiði alltaf til sömu afleiðingar og við ályktum oft um orsakir út frá afleiðingum sem við sjáum. Við tökum líka með varúð öllu sem fyrir ber ef það á sér ekki orsakir sem við þekkjum eða skiljum. Óvissulögmál Heisenb...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1...

category-iconEfnafræði

Hvað eru jónir og hvað gera þær?

Kvenkynsorðið jón (í fleirtölu jónir) er íslenska heitið á hugtakinu sem heitir á ensku og fleiri málum "ion". Þetta er samheiti yfir hlaðnar agnir, hvort sem þær hafa jákvæða eða neikvæða hleðslu. Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, niftei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hunangsfluga og býfluga það sama?

Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um býflugur og hunangsflugur. Þær eru meðal annars:Hvað éta býflugur?Hvað geta býflugur lifað lengi?Leggjast býflugur í dvala? Ef svo er, hversu lengi? Af hverju suða býflugur?Hvernig gera býflugur bú sín? Hvar gera hunangsflugur oftast búin? Hvernig fjölga býflugnadro...

Fleiri niðurstöður