Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1760 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?

Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju lifa hettumávsungar?

Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru strombólsk eldgos?

Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...

category-iconJarðvísindi

Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?

Loftslagssögu má lesa úr jarðlögum sem liggja hvert ofan á öðru eins og þegar bókum er staflað upp. Hvert einasta lag var einu sinni á yfirborði jarðar og geymir gögn um loftslagið sem var þegar það myndaðist. Hraun renna undir berum himni á hlýskeiðum en jökulurð vitnar um kuldaskeið. Á hlýskeiði vex gróður, svo ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skarð í vör?

Skarð í vör og/eða klofinn gómur eru fæðingargallar í andliti og munni sem koma fram snemma á fósturstigi og stafa af því að ekki er nægilega mikill vefur í vörinni eða munninum til að loka bilinu á milli helminganna tveggja. Skarð í vör er sem sagt áþreifanleg rifa milli vinstri og hægri helminga efri vararinnar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi?

Til að geta orðið lögreglumaður þarf viðkomandi að hafa náð 20 ára aldri. Nú er menntun lögreglumanna kominn á háskólastig sem þýðir að skilyrðin eru þau sömu og uppfylla þarf til að innritast í annað háskólanám, það er að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun en við það bætist ákvæði 1. mgr. 3...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?

Tveir firðir með þessu nafni eru á landinu, annar á Austfjörðum og hinn á Vestfjörðum. Heiti þeirra eru alveg eins nú en svo hefur ekki alltaf verið. Í Landnámabók er sá eystra skrifaður Seyðarfjörður en sá vestra Seyðisfjörður. Ekki er þó víst að þessi munur sé til marks um mismunandi merkingu eða uppruna. Í ísle...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var fyrsta tölvan fundin upp, hver gerði það og hve öflug var hún?

Það er ekki auðvelt að segja hvaða tæki eigi að bera titilinn „fyrsta tölvan“. Vandamálið er að allt frá miðöldum höfðu menn verið að hanna sífellt fullkomnari vélrænar reiknivélar. Einn þeirra var stærðfræðingurinn, frumkvöðullinn, heimsspekingurinn, uppfinningarmaðurinn og vélaverkfræðingurinn Charles Babbage, s...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var sólguðinn Helíos?

Hér er einnig svarað spurningu Vilborgar Jónsdóttur: "Er eitthvað eftir af styttunni af Ródosrisanum?" Helíos var grískur sólguð eða persónugervingur sólarinnar. Hann flutti goðum og mönnum dagsljósið og ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni. Talið var að h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um eldsalamöndrur?

Eldsalamöndrur (Salamander salamander, e. Fire Salamanders) eru svartar og skærgular að lit og meðal litskrúðugustu salamandra heims. Þær eru einnig meðal þeirra stærstu en fullvaxnar geta eldsalamöndrur orðið allt að 25 cm langar. Þær eru yfirleitt langlífar og lifa venjulega í 12-20 ár en dæmi eru um dýr sem haf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjar eru allar tegundir naggrísa?

Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?

Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?

Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...

category-iconJarðvísindi

Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?

Spurningu Páls Jökuls er hér svarað að hluta en hann spurði upprunalega: Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík? Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar....

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Væru regnbogar bein lína ef jörðin væri flöt?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju er regnbogi svona oft í akkúrat 180 gráðum? Form regnbogans ræðst af kúlulögun regndropa í loftinu og brotstuðli vatnsins. Brotstuðullinn segir til um hraða ljóssins í vatninu og stjórnar stefnubreytingu ljósgeisla sem fer úr lofti inn í vatnsdropann. Fyri...

Fleiri niðurstöður