Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er Óðinn eineygður?

Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru fuglaber eitruð?

Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið edrú?

Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heiti hestsins?

Latneska heitið á hesti er Equus caballus. Hestar eru hófdýr af ættinni Equidea en fræðimenn telja að tegundir af þeirri ætt hafi fyrst komið fram fyrir um 50 milljón árum. Frumhesturinn var ólíkur þeim hestum sem við þekkjum í dag. Hann var mjög smávaxinn, aðeins um 30-60 cm á hæð. Hægt er að lesa meira um hes...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvenær varð alheimurinn til?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum til að finna aldur alheimsins og þessum aðferðum ber ekki alveg saman. Auk þess þróast aðferðir og hugmyndir ört. Um þessar mundir telja flestir aldur alheimsins vera á bilinu 11-20 milljarðar ára og margir þrengja bilið frekar og tala um 12-14 milljarða. Þetta er gífurlega lan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju sóla eðlur sig?

Eðlur hafa misheitt (e. exothermic) blóð, ólíkt til dæmis spendýrum og fuglum sem hafa jafnheitt (e. endothermic) blóð. Eðlurnar þurfa þess vegna að nýta varma úr umhverfinu til að halda líkamanum heitum en dýr með jafnheitt blóð geta stýrt líkamshitanum sjálf með efnaskiptum. Þegar við sjáum eðlur í sólinni er...

category-iconHugvísindi

Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?

Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661. Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öflug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?

Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fi...

category-iconNæringarfræði

Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?

Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinad...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?

Asíur eru einfaldlega stórar gúrkur (Cucumis sativus) sem yfirleitt eru seldar súrsaðar. Nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um kjarnhreinsaða, niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið gæti verið afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta ljón verið svört?

Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt. Ti...

category-iconHagfræði

Hvernig getur það staðist að nú sé magn aflandskróna að aukast?

Það er ekki beinlínis svo að magn aflandskróna hafi verið að aukast. Sé litið á það hver þróunin hefur verið, hefur aflandskrónum fækkað undanfarin ár eins og sagt er frá í nýbirtu riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika, á blaðsíðu 59 og þar á eftir. Þar kemur fram að þessar krónueignir hafi minnkað um 145 m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast? - Myndband

Upplýsingar berast til og frá farsímum með rafsegulbylgjum. Rafmagnstæki sem eru nálægt farsímum, yfirleitt hátalarar, fara stundum að suða rétt áður en við heyrum símann hringja. Ástæðan er sú, að á meðan farsíminn og símkerfið eru að semja sín á milli um það hvernig skuli setja upp símtalið, sendir farsíminn frá...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?

Líklegt er talið að fyrsti maí hafi orðið fyrir valinu sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins vegna þess að til forna voru haldnar almenningshátíðir á þessum degi. Af þeim sökum hafði dagurinn á sér alþýðlegan blæ og meðal annars má nefna að kirkjum og konungum gekk illa að gera hann að kristnum hátíðisdegi. Á ...

Fleiri niðurstöður