Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1519 svör fundust
Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?
Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...
Hvað er svínainflúensa?
Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa ha...
Notaði fólk tannbursta í gamla daga?
Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...
Hver er staðan með Aralvatn í dag?
Aralvatn, sem staðsett er á landamærum Kasakstan og Úsbekistan í Mið-Asíu, var um miðja síðustu öld fjórða stærsta vatn í heimi, þá 68 þúsund ferkílómetrar að stærð. Árið 1960 ákváðu stjórnvöld í Sovétríkjunum að beina framburði Syr Darya og Amu Darya fljótanna úr sínum hefðbundna farveg og yfir á ræktarsvæði sem ...
Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?
Fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu, Apollo 11, lagði af stað frá jörðu 16. júlí 1969. Þremur dögum og tæpum fjórum klukkustundum seinna var hann kominn á braut um tunglið og degi seinna lenti hann á yfirborðinu. Hinir Apollo-leiðangrarnir fimm sem náðu til tunglsins (Apollo 12 og Apollo 14-17)...
Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?
Hrísgrjónagrauturinn er ekki íslensk uppfinning heldur hefur lengi tíðkast að gera einhvers konar útgáfu af graut eða búðingi úr grjónum og mjólk víða um heim. Það er heldur ekkert einsdæmi að borða slíkan graut til hátíðabrigða eins og lengi tíðkaðist hér á landi. Í svari Hallgerðar Gísladóttur við spurningunni ...
Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?
Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...
Hvenær kemur glæpon í íslenskt mál?
Nafnorðið glæpon er ekki gamalt í málinu. Eftir því sem næst verður komist fór það að skjóta upp kollinum í íslensku rétt fyrir miðja 20. öldina. Þá, eins og nú, merkti það 'glæpamann' eða 'bófa' en það hefur yfir sér óformlegan eða slangurkenndan blæ sem trúlega hefur dregið úr líkum á því að það birtist oft á pr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?
Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...
Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?
Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...
Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...
Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?
Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veð...
Háskólalestin í Fjallabyggð 2019
Háskólalestin heimsótti Fjallabyggð 17. og 18. maí 2019 og laugardaginn 18. maí var haldin vísindaveisla í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Vísindavefurinn lagði þar ýmsar þrautir fyrir gesti og gangandi. Ein fjölskylda náði að leysa allar þrautirnar: Kristína og börnin hennar þau Úlfrún og Örvar, en systkinin eru 13 og ...
Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...