Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3256 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í fréttum heyrði ég sagt að geitungar bíti fólk, er það nokkuð rétt?

Þegar menn eða dýr bíta, þá gera þau það með munninum. Geitungar hafa brodd á afturendanum og er hann að uppruna varppípa. Þeir beita broddinum bæði til fæðuöflunar og til varnar. Það er því rétt að segja að þeir stingi andstæðing sinn en bíta hann ekki þar sem munnurinn kemur ekkert við sögu, eingöngu broddurinn ...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?

Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...

category-iconLífvísindi: almennt

Fækkar víkjandi erfðaeiginleikum sem einkenna norrænt fólk, t.d. ljóshærðum, með auknum fólksflutningum á næstu áratugum?

Þetta fer meðal annars eftir því hvað átt er við með fækkun. Í spurningunni er einnig rætt um víkjandi erfðaeiginleika sem leiðir hugann að erfðum og æxlun. Ýmsir eiginleikar manna eins og litaraft, hárgerð, lögun tanna, hæð og fleiri eru breytilegir eftir landsvæðum. Á grundvelli slíkra eiginleika hafa ýmsir h...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?

Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miða...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort kom á undan, eggið eða hænan?

Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum. Hvernig varð hænan til? Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallað...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?

Hér er einnig svarað spurningu Sögu Brá Davíðsdóttur:Ef ég ætla að verða fornleifafræðingur í hvaða skóla fer ég og hvað tekur námið mörg ár? Fornleifafræði Fornleifafræði er hægt að læra æði víða. Flestir Íslendingar sem starfa á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð (Gautaborg, Uppsölum) og á Bretlandi (London), e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?

Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...

category-iconMannfræði

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?

Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...

category-iconHugvísindi

Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?

Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig voru loðfílar?

Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...

category-iconMannfræði

Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?

Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkj...

category-iconHeimspeki

Er hægt að "borða" með einhverju öðru en munninum?

Svarið við þessu ræðst af því hvaða merkingu menn leggja í sögnina að borða. Næringarefni geta vissulega borist inn í líkamann eftir öðrum leiðum. Það er til dæmis alþekkt að fólki sé gefin næring í æð: nokkurs konar nál sé stungið í eina af stærri æðum líkamans, tengd við hana slanga og vökva með næringarefnum dæ...

category-iconTrúarbrögð

Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?

Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit). Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ...

Fleiri niðurstöður