Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?
Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...
Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?
Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...
Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín?
Lýðheilsustöð og Matvælastofnun standa saman að vefsíðu með upplýsingum og fræðslu um helstu vítamín og steinefni. Þar segir meðal annars um A-vítamín:Góðir A-vítamíngjafar í fæðu eru lýsi og lifur, sérstaklega fisklifur en einnig lamba- og svínalifur. Þá er töluvert A-vítamín í mjólk, smjöri, osti, eggjum og smjö...
Hvers konar stjórnarfar er í Kína?
Í stjórnarskrá Kína er stjórnarfari landsins lýst sem „lýðræðislegu alræði alþýðunnar“ en margir stjórnmálaspekingar kjósa heldur að lýsa því sem alræði Kommúnistaflokksins, enda er hann langstærsti stjórnmálaflokkur landsins og fer í raun með flest ef ekki öll völd. Almenningur kýs einungis í sveitarstjórnir, síð...
Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?
Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...
Af hverju er gróður í Surtsey?
Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...
Er hægt að finna hitaeiningafjöldann í brauðinu ef maður veit hver hann er í hráefnunum?
Ef aðeins er verið að skoða hitaeiningafjölda í brauðinu öllu er hægt að leggja saman hitaeiningafjölda hráefnanna til að fá út heildarfjölda hitaeininga í brauðinu. Síðan er hægt að skoða hvað hver brauðsneið gefur margar hitaeiningar. Yfirleitt er hitaeiningafjöldi (he) þó gefinn upp í he/100g af vöru. Ef ætlu...
Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu?
Flest hvorugkynsorð beygjast eftir sterkri beygingu. Dæmi um slík orð eru land, barn, ríki. Þessi orð beygjast þannig: Nf.et. land barn ríki Þf. land barn ríki Þgf. landi barni ríki Ef. lands barns ríkis Nf.ft. lönd börn ...
Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki?
Mesti meðalhraði sem náðst hefur í keppninni Formula 1 er 242 km/klst en hið merkilega er að þetta met er tæpra þrjátíu ára gamalt. Þrátt fyrir að kraftur og hönnun bílanna hafi batnað síðan þá hefur keppnisbrautunum verið breytt til að draga úr hraða og auka öryggi. Árið 1998 var mesti hraði bíls í Formúla 1 237 ...
Hvaða eitur er í sveppunum sem fundust í Kjarnaskógi nýlega og hver eru einkenni eitrunarinnar?
Eiturefnið tilheyrir flokki sem heitir amatoxín. Efni í þeim flokki finnast í sveppum og eru skaðleg fyrir lifrina. Í slæmum tilfellum getur maður fengið lifrarbilun og dáið ef ekki er hægt að framkvæma lifrarflutning. Ef einkenni koma fram, sem þau gera ekki alltaf, eru þau magaóþægindi, ógleði, uppköst og/eða ni...
Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni. Bændur þurfa að gæta þess vel ...
Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?
Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...
Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?
Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn...
Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?
Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tísk...
Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?
Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...