Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2245 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?

Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?

Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið m...

category-iconHugvísindi

Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?

Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í fornís...

category-iconFélagsvísindi

Hvað gera þjóðfræðingar?

Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er gos fitandi?

Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?

Þetta orðasamband er ekki gamalt í íslensku. Þess er getið í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál sem gefin var út 1982. Þar er merkingin sögð ‛ávita e-n, skamma’. Það er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 1983 en í útgáfunni frá 2002 er merkingin sögð 'ávíta e-n duglega' og notkunin...

category-iconNæringarfræði

Af hverju þarf maður að borða?

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...

category-iconLandafræði

Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?

Ekki er til eitt opinbert og algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Það helgast af því að afmörkun miðhálendisins, og þar með stærð, er ekki endilega sú sama í hugum allra sem um það fjalla. Þeir sem selja ferðamönnum ferðir um miðhálendi Íslands hafa til að mynda ekki endilega nákvæmlega sömu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru lofkvæði?

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?

Vísindavefnum berast stundum athugasemdir við svör á vefnum, enda eru lesendur beinlínis hvattir til að senda tölvupóst eða koma skilaboðum á annan hátt til vefsins ef þeir sjá eitthvað sem þeim sýnist athugavert. Stundum snúast athugasemdirnar um smáatriði eins og stafavíxl, vitlaust ártal, ónákvæmni í meðferð ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?

Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...

Fleiri niðurstöður