Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvert er latneska heitið á tjaldi?
Ef spyrjandi er að spyrja um latneska heitið á fuglinum tjaldi þá er það Haematopus ostralegus. Á ensku nefnist fuglinn oystercatcher sem merkir sá sem veiðir ostrur. Það vísar sennilega til veiðiatferlis hans suður í Evrópu þar sem ostrur finnast víða. Tjaldur heitir á fræðimáli Haematopus ostralegus. Hér á ...
Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?
Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn...
Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni?
Spurningin í heild hljóðar svona:Hvað þýðir nafnið Hekla (fjallið)? Er til útskýring á því hvers vegna fjöll hafa kvenkyns nöfn svo sem Katla, Esja og svo framvegis? Nafnið Hekla hefur oft verið talið merkja ‚kápa með hettu‘ en einnig ‚kambur til að kemba hör eða lín‘. Á þeim tíma sem fjallið fékk nafnið hefur þa...
Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það?
Orðið, sem spurt er um, er til í fleiri en einni mynd: fíton, fítón og fítónn. Elsta merking er '(heiðinn) spásagnarandi' en síðar er það einnig notað í merkingunni 'reiði, æði, æðisgangur'. Í nútímamáli er það oftast fyrri liður í samsetningunni fítonsandi sem einnig er til í myndunum fítúnsandi, fítungsandi og f...
Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?
Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt ver...
Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?
Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum. Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við ...
Hvernig líta hrefnur út?
Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...
Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?
Orðasambandið yfir höfuð er fengið að láni úr dönsku. Þar er það notað í tvenns konar merkingu, annars vegar neitandi eða spyrjandi, það er ‛alls ekki’ eða ‛yfirleitt’, „jeg er overhovedet ikke enig“, „ég er alls ekki (yfir höfuð ekki) sammála“, eða „har hun overhovedet sagt noget?“ „hefur hún yfirleit...
Í dag skrifaði ég "til baka" í bréfi, yfirmaður minn sagði að það væri eitt orð eða "tilbaka", er það rétt?
Hér er hlaupið fram og til baka.Atviksorðsliðurinn til baka er tvö orð. Við skrifum 'farðu til baka' alveg eins og ritað er 'farðu til vinstri' eða 'farðu til hægri'. Eins er skrifað að eitthvað sé 'baka til'. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka...
Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?
Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...
Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi? - Myndband
Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...
Hvað er hliðstætt orð?
Þegar talað er um að orð sé hliðstætt er yfirleitt átt við fornöfn eða töluorð sem standa sem ákvæðisorð með því orði sem er aðalorð til dæmis í nafnlið. Andstæðan er sérstætt orð. Ef fornafn eða töluorð er sérstætt er það aðalorðið í nafnlið. Dæmi: Eitthvert ólag er á tölvunni (hliðstætt) Hann fór í eitthve...
Hvað er krækiber í helvíti?
Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari helmingi 19. aldar. Frá svipuðum tíma eru einnig samböndin eins og krækiber í ámu, eins og krækiber í sá (‛kerald'), eins og kræ...
Af hverju heita parísarhjól þessu nafni? Á ensku kallast þau Ferris wheel
Orðið parísarhjól er komið í málið úr dönsku og mun ekki hafa neitt með París að gera. Á dönsku heitir hjólið pariserhjul, á þýsku Riesenrad og á ensku eins og fram kemur í spurningunni Ferris wheel. Í dönsku er pariserhjul talið aðlögun að orðinu Ferris wheel. Á myndinni sést parísarhjólið sem var helsta stol...
Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?
Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...