Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Til hvaða dýrategunda teljast Tímon og Púmba?
Þeir félagar Tímon og Púmba eru þekktar teiknimyndapersónur úr kvikmyndinni um konung ljónanna (The Lion King) og þeir komu síðar fram í annarri teiknimynd, þá í aðalhlutverkum. Tímon er jarðköttur og við höfum fjallað um þetta afríska spendýr í svari við spurningunni Hvert er íslenska heitið á Meerkat? Jarð...
Af hverju er tunglið alltaf lýsandi á degi og nóttu?
Tunglið endurvarpar sólarljósinu frá sólinni, líkt og allir aðrir hnettir í sólkerfinu nema sólin sjálf sem býr til ljósið. Þess vegna sjáum við tunglið oft bjart og fagurt á næturnar en rétt greinum það stundum á bláum himni að degi til. Tunglið þarf þó að snúa björtu hliðinni að einhverju leyti að okkur til að v...
Af hverju eru karlmenn með geirvörtur?
Sennilegasta skýringin á því af hverju karlmenn hafa geirvörtur er einfaldlega sú að þeir eru náskyldir konum sem hafa geirvörtur til að fæða afkvæmi sín. Karldýr spendýra hafa ekki öll geirvörtur. Stóðhestar og karldýr nagdýra hafa ekki geirvörtur, en hundar hafa þær. Karlmenn hafa bæði mjólkurkirtla og mjólku...
Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?
Í Grímnismálum, einu Eddukvæða, eru taldir upp bústaðir ása. Einn þeirra er Glitnir en um hann segir:Glitnir er inn tíundi, hann er gulli studdr ok silfri þakðr it sama; en þar Forseti byggir flestan dag ok svæfir allar sakir.Glitni er einnig lýst í Snorra-Eddu: "Þar er ok sá [staður] er Glitnir heitir, ok er...
Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?
Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’. Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa. Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjö...
Hvað þýðir sko?
Upphrópunin sko er notuð á fleiri en einn veg. Stundum er hún ábending um að taka eftir einhverju, veita einhverju athygli og hefur þá svipaða merkingu og ‘sjáðu, líttu á’. Í þessari merkingu er upphrópunin oft notuð þegar verið er að sýna litlum börnum myndir: ,,Sko bangsann”, ,,sko boltann”. Upphrópunin er l...
Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?
Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerl...
Hvað merkir orðið bura í orðatiltækinu 'áttu börn og buru'?
Orðið bura var notað um kvenúlpu með standkraga sem krækt var að framan. Nú til dags er orðið frekar haft um lélega úlpu, oft frekar fyrirferðarmikla, eða olíukápu. "Áttu börn og burur" kemur að minnsta kosti fyrir í munnmælasögum frá 17. öld. Lengri gerðin: "Áttu börn og buru, grófu rætur og muru" þekkist ve...
Geta síamstvíburar verið stelpa og strákur?
Síamstvíburar geta ekki verið strákur og stelpa heldur eru þeir alltaf af sama kyninu. Þeir eru í raun eins og eineggja tvíburar, komnir af einu og sömu okfrumunni sem myndaðist þegar ein sæðisfruma frjóvgaði eitt egg, og eru því með nákvæmlega eins erfðaefni. Hins vegar hefur skipting okfrumunnar í tvo einstaklin...
Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?
Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...
Er einhver skýring á því að íslenski hesturinn er eini hesturinn í heiminum sem hefur fimm gangtegundir?
Íslenska hestakynið er ekki það eina sem býr yfir fimm gangtegundum. Nokkur hestakyn í Suður-Ameríku hafa líka þessa gangeiginleika. Það sem er hins vegar sérstakt fyrir íslenska hestinn er að allar gangtegundirnar eru þjálfaðar í einum og sama hestinum. Og það er þess vegna svarið við spurningunni: Íslenski he...
Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?
Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...
Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyri...
Hvaða reglur gilda um greiningu atkvæða í íslenskum orðum?
Atkvæði í íslensku inniheldur alltaf eitt sérhljóð og getur að auki haft eitt eða fleiri samhljóð. Eiginlega er atkvæði framburðareining og ef orð er borið fram hægt og skýrt heyrist venjulega hvar atkvæðaskilin eru. Dæmi um orð skipt í atkvæði þar sem bandstrikið sýnir skilin:á, áll, hlust ká-pa, slak-na, ges-tu...
Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?
Sögnin að snurfusa ‛snyrta til, laga’ og nafnorðið snurfus ‛nostursöm snyrting’ koma fyrir í heimildum frá lokum 19. aldar samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans. Frá svipuðum tíma er sögnin að snurfunsa í sömu merkingu. Kettir eru þekktir fyrir að snurfusa sig. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásg...