Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3193 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.

Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar. Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla tes...

category-iconÞjóðfræði

Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?

Hér er einnig svarað spurningu sama spyrjanda: Hvað þarf til að ár sé kallað 13 tungla ár? Gangur tunglsins skiptist þannig að það er vaxandi eftir að það kviknar, síðan fullt, þá þverrandi uns það hverfur í nokkra daga og er þá kallað nýtt. Síðan kviknar það og umferðin hefst að nýju. Hver umferð tekur 29,53 da...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?

Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?

Kampholtsmóri hét upphaflega Skerflóðsmóri. Sagt er að nokkru eftir Skaftárelda hafi Eiríkur bóndi á Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka úthýst dreng nokkrum austan úr Skaftafellssýslu. Hann fannst svo drukknaður í tjörn þeirri skammt frá Borg sem heitir Skerflóð. Drengurinn fylgdi síðan Eiríki bónda og sonardætrum h...

category-iconBókmenntir og listir

Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?

Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.

Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?

Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...

category-iconEfnafræði

Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2?

Reglan sem vanalega gildir um röðun tákna í efnaformúlum er sú að frumefnið sem er rafjákvæðara (e. more electropositive), það er að segja með minni rafdrægni, kemur fyrst. Þannig skrifum við HCl fyrir vetnisklóríð en ekki ClH, NaCl fyrir matarsalt en ekki ClNa og NO2 fyrir köfnunarefnistvíoxíð en ekki O2N. Samkvæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er hægt að græða aftur brotna grein á tré, er með keisaraösp sem er með grein sem klofnaði frá í vetur en er ekki alveg brotin? Oft gerist það á veturna þegar snjóþyngsli eru mikil að greinar trjáa svigna undan þunganum og geta hreinlega rifnað niður eftir stofninum. Af þess...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?

Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag. Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað búa margir í Danmörku?

Í júlí árið 2006 voru Danir rúmlega 5.450.000. Fólksfjöldinn fer vaxandi um um það bil 0,33% á ári. Danmörku er alls 43.094 ferkílómetrar að stærð. 700 ferkílómetrar af landinu fara undir ár og vötn en 42.394 ferkílómetrar er þurrlendi. Stærstur hluti af því er algert flatlendi. Sjá einnig svar við spurning...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef þyrluspaði næði 50 km í hvora átt og ljóshraða væri náð 25 km frá miðju, hvað væri þá að gerast á endunum á spaðanum?

Ef þyrluspaði gæti snúist eins og spyrjandi lýsir þá mundu endarnir fara með tvöföldum ljóshraða. Þetta er eitt af því sem okkur finnst auðvelt að gera sér í hugarlund en raunverulegur þyrluspaði getur ekki snúist á þennan hátt. Til að koma honum á slíkan snúning þyrfti óendanlega mikla orku og slík orka er ekk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Má ég segja „Farðu út í búð og keyptu fyrir mig..." eða á að segja kauptu?

Boðháttur sagna er myndaður af stofni. Hann er ýmist stýfður, eins og far af fara, gef af gefa, eða viðskeyttur, farðu (úr far þú) gefðu (úr gef þú). Stofn sagnarinnar að kaupa er kaup og því er boðhátturinn annaðhvort kaup eða kauptu. Oft heyrist boðháttarmyndin keyptu en hún er ekki rétt mynduð. Þar hefur þá...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig upplifir farþegi það þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju koma drunur þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn? Hvernig upplifir farþegi í farartækinu það?Fjallað er um fyrri hluta spurningarinnar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Seinni hlutan...

Fleiri niðurstöður