Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1257 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Virkar silfur gegn örverum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er popúlismi?

Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?

Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er TNT og hvernig virkar það?

TNT er skammstöfun á efninu 2,4,6-trínítrótolúen en efnabyggingu þess má sjá hér fyrir neðan. TNT er fölgult og lyktarlaust fast efni með bræðslumark 80°C og suðumark 240°C. TNT er best þekkt sem sprengiefni. Það finnst ekki í náttúrunni en var fyrst búið til árið 1863 af þýska efnafræðingnum Julius Wilbrand (1839...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?

Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022? Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stór...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að auka vöðvamassa með einhverju öðru en prótínum?

Upprunalega spurningin var: Geta vöðvar aukið massa án prótína? Prótín er byggingarefni vöðva en einnig þarf orku til að byggja upp vöðva. Ef einstaklingur er ekki í orkujafnvægi, það er að segja fær of litla næringu og er því í neikvæðu orkujafnvægi, notar líkaminn orkuefni sín, sem eru kolvetni, prótín og fit...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?

Upprunalega spurningin snerist um kynþroskaaldur stóðhesta en í svarinu verður einnig fjallað hvaða þættir hafa þar áhrif, eins og um líkamlegt atgervi og hvernig þeir eru haldnir. Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir stóðhestar eru að meðaltali stærri og líkamlega öflugri en hryssur. Þeir hafa til dæmis að jafnað...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?

Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...

category-iconHagfræði

Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...

category-iconStjórnmálafræði

Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?

Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...

category-iconHugvísindi

Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?

John Amos Comenius, eða Jan Ámos Komenský eins og hann heitir á tékknesku, fæddist 28. mars 1592 í bænum Nivnice í Móravíu, sem tilheyrir nú Tékklandi en heyrði undir veldi Habsborgara á þeim tíma. Hann var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um förufálka?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað verpir förufálki mörgum eggjum? Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig kviknaði líf á jörðinni?

Hvernig líf kviknaði á jörðinni er ein stærsta gáta sem vísindamenn standa frammi fyrir. Þrátt fyrir að ýmsar ótrúlegar uppgötvanir hafi verið gerðar á lífrænum ferlum undanfarna áratugi getum við enn þann dag í dag ekki sagt til um það hvernig líf kviknaði upphaflega. Til eru ýmsar kenningar um hvernig fyrstu líf...

category-iconHugvísindi

Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?

Í kjölfar þess að Nikulás II. afsalaði sér krúnunni í mars 1917 var keisarafjölskyldan sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Petrograd (St. Pétursborg). Bráðabirgðastjórnin hugðist flytja hana til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sovétsins* í Petrograd. Þá var keisarafjölskyldan flutt til Tobo...

Fleiri niðurstöður