Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast?

Upplýsingar berast til og frá farsímum með rafsegulbylgjum. Rafmagnstæki sem eru nálægt farsímum, yfirleitt hátalarar, fara stundum að suða rétt áður en við heyrum símann hringja. Ástæðan er sú, að á meðan farsíminn og símkerfið eru að semja sín á milli um það hvernig skuli setja upp símtalið, sendir farsíminn frá...

category-iconVeðurfræði

Hvers konar veður valda snjóflóðum?

Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóðahæ...

category-iconHagfræði

Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði? - Myndband

Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Það er auðvelt að leika sér með dæmi til að sjá hversu fjarstæðukennt það er að einhver geti boðið fjárfestum örugga 10% ávöxtun á mánuði yfir langan tíma. Ef ein milljón króna skilar til dæmis þessari ávöxtun í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?

Orðið forlíkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 16. öld og hefur líklegast borist hingað sem tökuorð með biblíuþýðingum. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Orðið merkir 'sátt, sættargerð' en einnig 'friðþæging'. Um orðið forlíkuna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?

Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?

Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist það eitthvað hjúskaparstöðu þegar sagt er að einhver sé makalaus?

Orðið maki er notað um annað hjóna eða sambúðarfólks, hvort sem um er að ræða karl eða konu, en einnig um dýrapar. Önd, sem ekki hefur náð sér í maka að vori, syndir um makalaus. Maki á sér samsvaranir í grannmálunum, til dæmis í færeysku maki, nýnorsku og sænsku make. Makalaus önd? Af allt öðrum uppruna er ...

category-iconNæringarfræði

Er eggjarauða fitandi?

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna. Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?

Stinglaxinn (Aphanopus carbo) er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem getur orðið allt að 110 cm á lengd. Í riti Einars Jónssonar fiskifræðings, Íslenskir fiskar, segir hann svo um stinglaxinn:Hausinn er í meðallagi langur, en þunnur og frammjór og flatur að ofan. Neðri skoltur er framteygður og á honum er líti...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli og skessu?

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...

category-iconLífvísindi: almennt

Er mýrarauði hættulegur mönnum ef hann kemst í neysluvatn?

Rauðleitt neysluvatn er vísbending um að járn sé yfir leyfðum mörkum. Það er ekki hættulegt heilsu manna en eyðileggur bragðgæði og veldur því að vond lykt er af vatninu. Vatnið er löngu orðið ódrekkandi, rautt og illa lyktandi, áður en það er hættulegt heilsu manna. Vatn sem í er járn yfir leyfðum mörkum er l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar finn ég reglur um hvernig á að nota kommur í íslensku ritmáli?

Opinberar réttritunarreglur hér á landi er að finna í ritreglum Íslenskrar málnefndar. Í 21. kafla ritreglnanna er fjallað sérstaklega um kommur. Svo er einnig vert að benda á rafræna ritið Íslensk réttritun eftir Jóhannes B. Sigtryggsson. Það er samið sérstaklega til stuðnings við fyrrnefndar ritreglur og mar...

Fleiri niðurstöður