Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9451 svör fundust

category-iconEfnafræði

Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?

Með "glervatni" er væntanlega átt við það sama og kallað hefur verið "Wasserglas" á þýsku. Engin ein efnaformúla er til fyrir glervatn, en um er að ræða vatnsleysanleg natríum- og/eða kalíumsiliköt eða megnar vatnslausnir þeirra. Framleiðslan fer fram með því að bræða saman SiO2, til dæmis kvartssand, og natríumka...

category-iconNæringarfræði

Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?

Mjólkursýra verður til við "ófullkomið" niðurbrot eða bruna á glúkósa eða þrúgusykri í vöðvum og í rauðum blóðkornum, en glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífríkinu. Mjólkursýran fer úr frumunum út í blóðið og berst með því til lifrarinnar. Í lifrinni breytist mjólkursýran aftur í glúkósa og berst síð...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður heimsendir árið 2012? - Myndband

Mikið hefur borið á á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er því spáð að...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?

Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur þú sagt mér um lungun og hvað öndum við mörgum lítrum af lofti að okkur á sólarhring?

Lungun eru tveir svampkenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Þau eru helstu öndunarfæri líkamans. Barkinn leiðir innöndunarloft ofan í lungun en hann klofnar í tvær berkjur sem síðan greinast í sífellt minni berklur í hvoru lunga. Á endum minnstu berklnanna eru klasar af blöðrum, svokölluðum ...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?

Gríska gyðjan Aþena (Pallas Aþena) var meðal annars gyðja visku, herkænsku og vefnaðar. Hún var dóttir Seifs og Metisar. Fæðingu Aþenu bar að með sérstökum hætti. Seifur át móður hennar og nokkrum dögum síðar fékk hann hausverk. Þegar hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum stökk Aþena út í fullum herklæðum með...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?

Til þess að lifa af veturinn þurfa tré að gera ráðstafanir til að forðast skemmdir, einkum þær sem gætu orðið þegar vatn frýs. Vatn er undirstaða í lífi trjáa sem og allra annarra lífvera. Vatn er notað til að flytja næringarefni úr jarðvegi upp í tréð. Afurðir ljóstillífunar eru fluttar í vatnslausn um tréð. Ö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?

Bjargdúfur (Columba livia) urpu hér fyrst á Austfjörðum. Fyrst var varpið á Reyðarfirði, í Mjóafirði, á Eskifirði og í Berufirði. Síðar fór að bera á þeim á Síðunni austur af Kirkjubæjarklaustri og svo vestar, til dæmis í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllin en einnig í Vestmannaeyjum og í Ölfusi. Aukin kornrækt er sjálfs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?

Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona: Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hverni...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Erasmus frá Rotterdam og fyrir hvað er hann þekktur?

Erasmus frá Rotterdam eða Erasmus Desiderius Rotterdamus fæddist 28. október 1466 (eða 1469) í Rotterdam á Hollandi. Hann kenndi sig ætíð við þá borg þó að hann byggi þar ekki nema fyrstu bernskuár sín. Hann var settur til mennta og eftir lát foreldra sinna 1483 var honum komið í latínuskóla í Deventer þar sem grí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir eru til af skriðdýrum?

Alls hafði 10.450 tegundum skriðdýra verið lýst árið 2016. Hægt er að finna uppfærða tölu á þessari síðu en henni verður að taka með smá fyrirvara. Skriðdýrum er skipt í nokkra hópa sem koma okkur miskunnuglega fyrir sjónir:eðlur (e. lizards)snákaskjaldbökur krókódílaranakollur (Spenodon spp., frumstæð skriðdýr se...

category-iconLæknisfræði

Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Við hönnun og lagningu á íslenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðarhúss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mannvirkið. Upplýsingar um leyfilegar fjarlægðir má meðal annars finna ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er í brunablöðrum á húðinni?

Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru. Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og get...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að deyja úr svefnleysi?

Svefn er okkur lífsnauðsynlegur og algjör skortur á svefni leiðir á endanum til dauða. Rétt er þó að taka fram að algjör svefnskortur hjá mönnum er næstum ómögulegur nema hjá einstaklingum sem þjást af sjúkdómi sem nefnist banvænt arfgengt svefnleysi. Svefn gegnir hlutverki við endurnýjun, vöxt og viðhald heil...

Fleiri niðurstöður