Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 690 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?

Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sighvatur Þórðarson?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli?

Mér vitanlega hefur ekki verið gerð á því aðgengileg könnun hversu mörg atkvæði orð í íslensku hafa að meðaltali. Aftur á móti rannsakaði Magnús Snædal dósent hversu mörg atkvæði geti verið í orði og birti hann niðurstöður sínar í tímaritinu Íslenskt mál 14:173-207 undir heitinu „Hve langt má orðið vera”. Könnun h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?

Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?

Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig útskýrir skammtafræðin tvíeðli ljóssins? — Myndband

Eðlisfræðingar sögunnar hafa haft margs konar hugmyndir um eðli ljóssins. Newton hélt því til að mynda fram að ljósið væri ögn en síðar kom fram að ljósið hafði einnig bylgjueiginleika. Um aldamótin 1900 voru gerðar tilraunir sem ekki var hægt að skýra með bylgjukenningunni. Einstein studdist þá við hugmyndir um s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?

Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er mögulegt að láta hluti fljúga og ferðast með því einu að nota segul og rafmagn?

Já, það nægir jafnvel að nota einungis segul eða einungis rafmagn. Hlutur þarf annaðhvort að vera hlaðinn eða skautaður, það er að segja með ójafnri hleðsludreifingu, til að hægt sé að nota rafmagn eða rafkrafta til að halda honum á lofti. Ef hlaðinn hlutur er settur í rafsvið leitast hann við að hreyfast eftir...

category-iconHugvísindi

Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?

Í Öldinni okkar sem Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman segir frá því að sumarið 1965 hafi bandarísk geimfaraefni komið til Íslands og verið við rannsóknir við Öskju. Geimfaraefnin voru tíu talsins og dvöldust hér á landi í nokkra daga ásamt fulltrúum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA o...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?

Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...

category-iconHugvísindi

Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1918 og 1944?

Samkvæmt áreiðanlegustu upplýsingum bjuggu 91.368 manns á Íslandi í byrjun árs 1918 og 91.897 manns í árslok sama ár; meðalmannfjöldinn árið 1918 var því 91.633 manns. Samsvarandi tölur fyrir árið 1944 eru 125.967 og 127.791. Meðalmannfjöldinn það ár var 126.879 manns. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvers...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann?

Litín eða litíum hefur margs konar verkun á líkamann. Það verkar á frumuveggi, efnaskipti og svörun við hormónum og á taugaboð. Litín er mikilvægt lyf í meðhöndlun tvískauta lyndisröskunar (geðhvarfa, e. manic-depressive) en ekki er fullljóst í hverju áhrif þess á þessa geðröskun er fólgin. Líklega er það hamlandi...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarregla?

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er munurinn á brjóstsviða og nábít?

Nábítur er ákveðið stig af brjóstsviða. Eins og fram kemur í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað er bakflæði? fáum við brjóstsviða þegar magasýrur flæða eða skvettast upp í vélinda úr maganum. Vélindað þolir illa svo sterkt, ertandi efni og við finnum fyrir bruna- eða sviðatilfinningu. Það kallas...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?

Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...

Fleiri niðurstöður