Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 340 svör fundust
Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?
Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...
Hvernig fara hreindýratalningar fram?
Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...
Hvers vegna ráðast hundar á ketti?
Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru: Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þ...
Hvað er nýrómantík?
Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...
Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?
Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins. Kannski mundu m...
Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?
Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...
Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?
Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd). Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirbo...
Hvað er murta?
Murta er afbrigði af bleikju. Murtan lifir í Þingvallavatni en það er eina stöðuvatnið í heiminum sem hefur fjögur afbrigði af bleikju. Þau heita: murta, kuðungableikja, dvergbleikja og sílableikja. Murtan er jafnmynnt og lifir aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Hún hefur oddmjótt höfuð og jafnlanga sk...
Hvað eru margir 500 króna seðlar í umferð á Íslandi?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna upplýsingar um magn seðla og myntar í umferð. Þar kemur meðal annars fram að í desember árið 2000 voru um 700 milljón krónur í umferð í 500 króna seðlum á Íslandi, en þessar tölur breytast nokkuð með tímanum. Þetta samsvarar um 1,4 milljónum seðla. Af seðlum eru 1000 kr...
Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?
Orðið hams merkir ‘hamur, húð’ en einnig ‘geðslag, yfirbragð’. Orðasambandið að vera/verða heitt í hamsi er notað um það er einhverjum hleypur kapp í kinn, einhver verður æstur yfir einhverju. Dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að verða heitt í hamsi eru frá fyrri hluta 20. aldar og sama er að segja um sam...
Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?
Það er erfitt að sýna fram á slíkt, þar sem einungis mætti horfa til eðlilegra fæðinga og útiloka fæðingar sem verða til vegna inngripa lækna og ljósmæðra, til dæmis þegar flýtt er fyrir fæðingu með svo kölluðum gangsetningum, gerðir keisaraskurðir og svo framvegis. Flest bendir til þess að fæðingar sem hefjast...
Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...
Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?
Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...
Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?
Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar. Þorgeirsboli, ol...
Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?
Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Um ástæður ...