Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 946 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?

Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall. Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?

Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2] Merki Bræðralags múslíma. Al-Banna fæddist ár...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um plastmengun á landi?

Plastmengun í hafinu hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár en menn vita miklu minna um plastmengun á landi. Þannig liggja hvorki fyrir tölur um líklegt magn af plasti sem velkist um lönd heimsins né um skaðsemi þessarar mengunar til skamms og langs tíma litið. Málið er þó alla vega komið á dagskrá og vel hægt að ...

category-iconJarðvísindi

Hver er sagan á bak við Gvendarbrunna og hversu gamalt er vatnið sem kemur úr þeim?

Hér er einnig svarað spurningu Leifs:Hver er aldur drykkjarvatns úr Gvendarbrunnum? Fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem ávallt virðist eiga nóg af góðu og heilnæmu vatni, hljómar sparneytni í vatnsmálum ef til vill furðulega. Nánast hvar sem er á landinu er hægt að drekka vatn í ám og lækjum án þess að hreinsa þ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?

Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er gamelan-tónlist?

Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?

Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um borgina Medína Azahara?

Borgin Medína Azahara kallast öðru nafni Madīnat al-Zahrā. Nafnið þýðir bókstaflega hin skínandi borg og var hún höfuðborg Al-Andalus á tímum Umayyad-kalífadæmisins. Borgin var 112 hektarar, staðsett í 5 km beinni loftlínu norðvestur af Córdoba á suðurhlíð Djabal al-Arūs, það er „Brúðarfjallinu“, vi...

category-iconHugvísindi

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

category-iconHugvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?

Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...

Fleiri niðurstöður