Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8433 svör fundust
Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?
Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. ...
Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?
Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eft...
Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?
COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019. Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru rit...
Hvernig er jagúar flokkaður?
Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...
Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?
Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...
Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hver er munurinn á málmunum kopar og eir, ég sé að annar er gylltur en hinn bronslitaður? Hver fann upp koparinn og hvernig er nafnið kopar tilkomið? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því og kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfi...
Hvaða málmar teljast eðalmálmar?
Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...
Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?
Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur! Golíatfroskur í allri sinni dýrð. ...
Hvar finn ég ljóð eða aðra texta á esperantó til að lesa?
Pólski augnlæknirinn Ludwik Lejzer Zamenhof (1859-1917) bjó til tungumálið esperantó árið 1887. Það átti að verða hlutlaust alþjóðamál sem þjóðir heims gætu sameinast um að nota í samskiptum. Hægt er að lesa meira um esperantó í svari Steinþórs Sigurðssonar við spurningunni Hvenær var esperanto búið til og hvað er...
Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...
Hvað er kristall og af hverju myndast hann?
Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...
Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...
Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?
Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Um ástæður ...