Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1347 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.

Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...

category-iconEfnafræði

Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?

Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða konur voru öflugar í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínum tíma? Hvað gerðu þær til að hafa áhrif ? Bríet Bjarnhéðinsdóttir hefur orðið áberandi í sögunni af kvenréttindabaráttunni, eðlilega þar sem hún var frumherji á svo mörgum sviðum: hún hélt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?

Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður helín til?

Stutta svarið Mest af helíni alheimsins varð til við kjarnasamruna á fyrstu stigum Miklahvells. Síðan þá hefur helín myndast við samruna vetniskjarna í stjörnum og á jörðinni myndast það við kjarnaklofnum þungra atóma í jarðmöttli. Lengra svar Helín (einnig nefnt helíum, atómtákn: He) er annað léttasta og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er sjaldgæfasta risaeðlan?

Það er ómögulegt að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem einu heimildirnar okkar eru steingervingar og þeir segja okkur ekki mikið um stofnstærð einstakra tegunda. Ef við gefum okkur þó að samhengi sé á milli fjölda steingervingafunda og þess hversu algeng tegund var þegar hún þrammaði um jörði...

category-iconEfnafræði

Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?

Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?

Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmit...

category-iconUmhverfismál

Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum?

Olía er fitukennt efni, yfirleitt fljótandi við herbergishita og leysist ekki í vatni. Henni er skipt í þrjá meginflokka: órokgjarnar olíur (jurtaolíur og lýsi), ilmolíur og jarðolíu. Jarðolía (hráolía) er seigfljótandi vökvi, dökkgrænn eða brúnleitur á litinn, margþætt blanda miðlungsþungra og eldfimra kolvatnsef...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Francis Bacon?

Spyrjandi bætir við: Hefur eitthvað verið þýtt eftir hann? Ekkert virðist hafa verið þýtt eftir Francis Bacon á íslensku en um þennan forvitnilega heimspeking er ýmislegt að segja. Hann fæddist árið 1561 á miklum uppgangstímum í Englandi. Stjórnarfarið var stöðugt, menningin stóð í blóma og landið var á góðri le...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð?

Allir sem hafa einhvern tímann hjólað vita að það er ómögulegt að halda jafnvægi á kyrrstæðu reiðhjóli eða hjóli sem fer mjög hægt. Reiðhjólið þarf að vera á sæmilegri ferð til að hjólreiðamaðurinn sjálfur geti haldið því uppréttu. Þetta tengist því sem er líka eftirtektarvert, að við höllum hjólinu viljandi í...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?

Talið er að heimiliskötturinn hafi komið til Evrópu einhvern tíma á járnöld en utan Evrópu á hann sér mun lengri sögu. Hlutverk kattarins í samfélagi við manninn hefur allt frá fyrstu tíð verið að verja uppskeru og híbýli fyrir nagdýrum auk þess sem kattarskinn voru lengi talin verðmæt. Það er einnig ævagömul trú ...

category-iconFornleifafræði

Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum?

Í heild var spurningin svona: Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum, það er innihaldi þeirra, uppruna, aldri o.s.frv.? Handritafræði er sjálfstæð fræðigrein sem er stunduð víða um heim og á rætur í athugunum og hugmyndum þýskra fræðimanna um miðja 19. öld. Í fyrstu voru skriftareinke...

category-iconHugvísindi

Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?

Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...

Fleiri niðurstöður