Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1006 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Ibn Khaldun?

Ibn Khaldun hét fullu nafni Abū Zayd 'Abd ar-Raḥmān ibn Muḥammad ibn Khaldūn al-Ḥaḍramī og fæddist árið 1332 í Túnis. Hann var mikill hugsuður og er þekktastur fyrir ritin Muqaddimah (inngangur) og Kitāb al-'Ibar (bók um kennslustundir). Muqaddimah er talið vera fyr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er marxismi?

Marxismi er hugmyndastefna á sviði stjórnmála, hagfræði og fleiri fræðigreina sem kennd er við Karl Marx og vísar beint eða óbeint til verka hans. Talsverð fjölbreytni er meðal þess fræða- og baráttufólks sem kennir sig við marxisma en allt á það sameiginlegt að vera gagnrýnið á kapítalisma og vilja annars konar h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?

Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um borgina Medína Azahara?

Borgin Medína Azahara kallast öðru nafni Madīnat al-Zahrā. Nafnið þýðir bókstaflega hin skínandi borg og var hún höfuðborg Al-Andalus á tímum Umayyad-kalífadæmisins. Borgin var 112 hektarar, staðsett í 5 km beinni loftlínu norðvestur af Córdoba á suðurhlíð Djabal al-Arūs, það er „Brúðarfjallinu“, vi...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...

category-iconHagfræði

Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?

Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða traustu heimildir eru til um morðin á Sjöundá og hvað er hægt að lesa úr þeim?

Stutta svarið Umfjöllun um morðin á Sjöundá hefur hingað til ekki byggt á frumriti um réttarhöldin heldur aðeins endurgerð sem ekki er hægt að treysta. Í frumritinu er þó ekkert að finna sem bendir til annars en að játning Bjarna Bjarnasonar og Steinunnar Sveinsdóttur, um morðin á Jóni Þorgrímssyni og Guðrúnu E...

category-iconBókmenntir og listir

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?

Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...

category-iconMálvísindi: almennt

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hefur glæpatíðni aukist á Íslandi undanfarin ár?

Þegar rætt er um glæpatíðni er átt við fjölda afbrota miðað við íbúafjölda, oftast mælt sem fjöldi skráðra brota á hverja 10.000 íbúa á ári. Þetta gerir okkur kleift að bera saman afbrotatölur milli ára og milli landa, og taka um leið tillit til þess að fólksfjöldi getur verið mjög ólíkur sem hefur áhrif á fjölda ...

category-iconHugvísindi

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí?

Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu borið lægri hlut í baráttunni um Atlantshafið og Sovétmenn höfðu snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum. Við Miðjarðarhaf höfðu bandamenn náð að hrekja Þjóðverja úr Afríku og ráðast inn í bæði Sikiley og Ítalíu. Þjóðverjar h...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað hefur Vísindavefurinn að segja um Harry Potter?

Bókaflokkurinn um galdrastrákinn Harry Potter eftir J. K. Rowling er einn vinsælasti, ef ekki sá allra vinsælasti, í heimi. Þegar þetta er skrifað hafa komið út sex bækur og sú sjöunda og síðasta er væntanleg. Allnokkur svör má finna á Vísindavefnum sem beint eða óbeint tengjast Harry Potter og ævintýrum hans. Hér...

category-iconHugvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?

Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

Fleiri niðurstöður