Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7648 svör fundust
Hver eru markmið Ríósáttmálans?
Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janero undir heitinu „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, h...
Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?
Svarið við þessari spurningu ræðst að sjálfsögðu af því hvaða merking lögð er í hugtakið menning og afsprengi þess, menningarlegur. Rétt er að vara lesendur við því að hér verður því haldið fram að holræsi séu mun menningarlegra fyrirbæri en sinfóníur. En fyrst örfá orð um menningu. Í enskumælandi löndum er ísl...
Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?
Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...
Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?
Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...
Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?
Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fæ...
Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?
Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean ma...
Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?
Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó. Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er...
Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?
Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun. ...
Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?
Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt. Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum ...
Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?
Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...
Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?
Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...
Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum? Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir ...
Hvað er ys og þys og koma orðin einhvern tíma fyrir ein og sér?
Upprunalega spurningin var á þessa leið:Hver eru þessi títtnefndu "ys" og "þys" og hvernig haga þessi orð sér í öðrum myndum (já, eða ein og sér) ef einhverjum dytti nú í hug að vilja nota þau utan þessa eina frasa? Orðið ys merkir ‘hávaði af fólki, kliður’ og þekkist þegar í fornu máli. Það er nánast alltaf í...
Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?
Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt ...
Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?
Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...