Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4925 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað fæddust margir Íslendingar árið 1992?

Hagstofa Íslands heldur utan um upplýsingar um mannfjölda á Íslandi, þar á meðal hversu margir fæðast og deyja á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fæddust alls 4.625 börn á Íslandi árið 1992, 2.387 drengir og 2.238 stúlkur. Af öllum þessum börnum voru 142 tvíburar og 12 þríburar. Áhugasömum er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?

Lífmassi rykmýs og bitmýs er breytilegur í Mývatni og Laxá. Þéttleiki rykmýs í Mývatni getur orðið allt að 100.000 einstaklingar á fermetra, eða yfir eitt kílógramm votvigt á fermetra (um það bil 200 g þurrvigt á fermetra). Mývatn er 39 ferkílómetrar á stærð eða 39 milljón fermetrar. Alls gætu því verið 39 x 1...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn í metrum á milli flóðs og fjöru á mismunandi stöðum við landið?

Sjómælingar Íslands, deild innan Landhelgisgæslunnar, gefa út töflur um sjávarfallahæð á tæplega 50 stöðum á landinu. Þessar töflur, sem og annað útgefið efni Sjómælinga, má nálgast hjá sjókortasölum víðs vegar um landið. Munur flóðs og fjöru í Reykjavík er 3,8 m í stórstreymi. Samkvæmt töflum Sjómælinga er mun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað át snareðla?

Af steingerðum leifum snareðlu (Velociraptor) að dæma var hún greinilega kjötæta. Hún hefur farið mjög hratt yfir og telja vísindamenn að hún hafi getað náð allt að því 60 km hraða á klukkustund á stuttum sprettum. Snareðlan var kjötæta. Talið er að snareðlur hafi veitt í hópum líkt og úlfar og ljón gera nú...

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í orrustunni um Saipan í síðari heimsstyrjöldinni?

Kyrrahafsstríðið hófst með árás Japana á Pearl Harbor hinn 7. desember 1941. Í kjölfarið fylgdu örir landvinningar og sigrar Japana sem lögðu undir sig landsvæði allt að Indlandi til vesturs, Nýju-Gíneu til suðurs og Wake-eyju og Gilberts-eyja til austurs. Þetta var mikil sigurganga og gefur til kynna þá miklu yfi...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hefur glæpatíðni aukist á Íslandi undanfarin ár?

Þegar rætt er um glæpatíðni er átt við fjölda afbrota miðað við íbúafjölda, oftast mælt sem fjöldi skráðra brota á hverja 10.000 íbúa á ári. Þetta gerir okkur kleift að bera saman afbrotatölur milli ára og milli landa, og taka um leið tillit til þess að fólksfjöldi getur verið mjög ólíkur sem hefur áhrif á fjölda ...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur vatnið?

Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) var stærsta ránpokadýr nútímans. Menn greinir enn á um það hvort tígurinn sé útdauður eða ekki og á hverju ári telur fjöldi fólks sig hafa séð dýrið í þéttum laufskógum Tasmaníu. Nokkur dæmi eru einnig um að menn hafi rekist á fótspor tasmaníutígursins, meðal annars fann ...

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Afríku?

Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún?

Til að svara þessari spurningu er best að skoða fyrst uppbyggingu frumeinda. Hún er þannig að lítill kjarni gerður úr óhlöðnum nifteindum og jákvætt hlöðnum róteindum er umlukinn neikvætt hlöðnum rafeindum. Milli kjarneindanna, en svo nefnast nifteindir og róteindir einu nafni, verkar svonefndur kjarnakraftur. Mei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa?

Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til vegna áhrifa frá þráðum svepps sem liggur í jarðvegi undir mosanum og verður til þess að mosinn yfir sveppnum vex illa eða jafnvel drepst. Þá sést hringur af dauðum eða veikluðum mosa í mosabreiðunni. Á baugnum eða við hann ber sveppurinn síðan aldin sín og eru þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...

Fleiri niðurstöður