Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?
Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul. Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsin...
Hvaðan er nafnið á Sprengisandi komið?
Örnefnið Sprengisandur er að minnsta kosti þekkt frá 1476 (elsta handrit frá 1820-30), úr dómi um Holtamanna- og Landmannaafrétt, þar sem segir: “millum Túnár og Spreingisands” (Ísl. fornbréfasafn VI:81). Sandurinn er vafalaust kenndur við örnefnið Sprengir sem var líklega slétt sandsvæði, vestur af sunnanverðu Fj...
Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?
Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...
Erum við við eða ímyndun einhvers annars?
Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...
Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?
Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin. Í svari sínu við spurningunni, E...
Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?
Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið ...
Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?
Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...
Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær?
Í Landnámabók er meðal annars sagt frá því þegar Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans fóru til Íslands þegar landið var óbyggt:Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nít...
Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?
Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er. Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu. Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverj...
Gáta: Hvaða regla gildir á þessari fjarlægu plánetu?
Á fjarlægri plánetu fannst heldur furðulegur heimur. Þar gildir einungis ein regla. Þar eru gluggar en ekkert gler, þar má labba en ekki hlaupa, þar finnast appelsínur en ekki epli og síðast en ekki síst má þar finna menn en ekki konur. Hver er reglan? Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netf...
Hvar get ég séð myndir af jarðvegsrofi?
Það er hægt að fletta upp í bókum sem fjalla um þessi mál og einnig er hægt að finna myndir á Netinu. Oft fást fleiri leitarniðurstöður ef menn notast við enska hugtakið, sem í þessu tilfelli er erosion. Með því að setja inn erosion í myndaleit Google er hægt að sjá myndir sem sýna jarðvegsrof og til þess að sjá m...
Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?
Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...
Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?
Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina. Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einn...
Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu? H...
Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?
Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...