Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5099 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Eru engin frumrit til af Íslendingasögunum?

Spyrjandi bætir við: Hvernig vita fræðimenn að Íslendingasögurnar eru aðeins varðveittar í uppskriftum af öðrum handritum? Er alveg öruggt að eldri handrit sem nú eru glötuð hafi alltaf legið til grundvallar? Kemur þetta fram í varðveittu handritunum? Hefur hugtakið frumrit einhverja merkingu í þessum fræðum?...

category-iconTrúarbrögð

Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru sumar veirur lífshættulegar en aðrar valda nær engum skaða?

Sýklar eins og bakteríur, sveppir og veirur þróast vegna náttúrulegs vals, þar sem bestu gerðirnar í stofninum á hverjum tíma aukast í tíðni, en hinar gerðirnar lækka í tíðni. Margar veirur ganga hart fram gegn hýslum sínum, en aðrar eru mun mildari. Við þekkjum SARS-CoV-2-veiruna sem frekar illvíga, á meðan hinar...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?

Fyrsti vísirinn að rafsígarettum (e. electronic cigarettes) í þeirri mynd sem við þekkjum í dag má rekja aftur til ársins 1965 þegar Ameríkaninn Herbert A. Gilbert fékk einkaleyfi fyrir „reyklausa sígarettu án tóbaks“, en græjan hitaði upp rakt bragðbætt loft. Hraðspólum nú til síðustu aldamóta í Kína. Lyfjafræðin...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?

Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...

category-iconSálfræði

Hvað er rofinn persónuleiki?

Upphafleg spurning: "Hvað er rofinn persónuleiki eða dissociative identity disorder? Hver er gagnrýnin á það?" Það sem átt er við með rofnum persónuleika er hið sama og það sem stundum er nefnt margfaldur persónuleiki (multiple personality) eða jafnvel hugrofspersónuleikaröskun. Fá fyrirbæri sem sálfræðin hefur...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvar er jörðin?

Staðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólker...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?

Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?

Tríton með Neptúnus í baksýn Tríton er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem gengur réttsælis umhverfis reikistjörnu sína. Ekki er fullkomlega vitað hvers vegna það snýst svona, en ýmislegt bendir til þess að Tríton hafi upprunalega verið frjáls hnöttur sem Neptúnus hafi fangað. Vitað er að tungl sem ganga rétt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?

Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu hátt næði byssukúla sem skotið væri af jörðinni, og væri fólk í hættu þegar hún lenti?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hversu hratt fellur byssukúla ef henni er skotið upp og skiptir máli hve þungir hlutir eru í sambandi við fallhraða? frá Jóhannesi Jónssyni.Hvað verður um byssukúlu þegar henni er skotið upp í loftið? frá Andra Runólfssyni.Hvað fer byssukúla hratt? frá Hildi Helgu og Sævari Jóhann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?

Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er misþroski?

Þegar talað er um misþroska er gjarnan átt við að þroski barns eða færni á ólíkum sviðum sé svo breytileg að það hamli barninu með einum eða öðrum hætti. Dæmi um misþroska gæti verið að hreyfifærni fjögurra ára barns sé á við þriggja ára meðalbarn en að þetta sama fjögurra ára barn sé jafnframt einu ári á undan ja...

Fleiri niðurstöður