Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5206 svör fundust

category-iconHagfræði

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?

Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa loftlagsbreytingar á sjávarlíf?

Þær veðurfarsbreytingar sem eiga sér nú stað vegna uppsöfnunar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koltvíildis (CO2), í lofthjúpi jarðar og í hafinu, sem gleypir mikið af koltvíildi, hafa margvísleg áhrif á vistkerfi hafsins. Vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við brennslu og aðra athafnir mannkyns hefur hitastig ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Kristinn Schram stundað?

Kristinn Schram er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Helsta rannsóknarsvið hans er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Rannsóknir hans snúa meðal annars að frásagnar- og efnismenningu hreyfanlegra hópa sem skoðuð er í tengslum við menningarlegt samhengi og menningarpólití...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?

Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hafa lifandi dúfur verið notaðar í skotkeppni á Ólympíuleikunum?

Upprunalega spurningin var: Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni? Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þe...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?

Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...

category-iconSálfræði

Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um áróðursmálaráðherra ríkisstjórnar nasista, Paul Joseph Goebbels?

Joseph Goebbels (1897-1945) var einn nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitlers á tímum þriðja ríkisins. Goebbels óx úr grasi ásamt fjórum systkinum við frekar kröpp kjör. Honum var þó gert kleift að ganga menntaveginn og að loknu stúdentsprófi árið 1917 lagði hann stund á heimspeki, sögu, þýsku og fornfræði við ýmsa þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar eru helstu frumskógar Evrópu?

Á íslensku er hugtakið frumskógur notað um óræktaðan þéttvaxinn skóg. Helstu einkenni frumskóga eru meðal annars aldagömul og stórvaxin tré og á skógarbotninum liggja oft fallnir trjábolir (e. snags). Frumskógar finnast víða í hitabeltinu en einnig í öðrum loftslagsbeltum, til dæmis í Evrópu. Lítið er þó eftir af ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?

Austurríski eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger (f. 12.8. 1887 í Vín, d. þar 4.1. 1961) var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar og meðal merkustu vísindamanna tuttugustu aldar. Bylgjujafnan, sem hann setti fram árið 1926 og við hann er kennd, er lykillinn að skilningi nútímaeðlisfræði á gerð og hegðun frumeinda o...

category-iconBókmenntir og listir

Gerðist eitthvað markvert í listalífinu á Íslandi árið 1918?

Á fundi í Listvinafélagi Íslands þann 13. desember árið 1918 flutti Magnús Jónsson dósent tillögu um að félagið hefði frumkvæði að því að efna til yfirlitssýningar á íslenskri myndlist og að kosin yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið.[1] Tillaga Magnúsar, sem var samþykkt á fundinum, ber vott um að féla...

Fleiri niðurstöður