Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3137 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?

Spurningin hljóðar í heild sinni: Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar? Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta nautgripir mikið á dag?

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum. Gripurinn Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en...

category-iconJarðvísindi

Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Hvernig verður kvikasilfur til í náttúrunni? Er kvikasilfur verðmætur málmur og ef svo, hve verðmætur? Kvikasilfur kemur einkum fyrir í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar). Helstu námur eru á Spáni...

category-iconLögfræði

Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?

Í stuttu máli má segja að í íslensku lagaumhverfi fyrirfinnist ekkert sem kallast gæti óháður saksóknari. Hins vegar er að finna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19 frá árinu 1991 ákvæði um sérstakan saksóknara. Dómsmálaráðherra skipar ríkissaksóknara í hverju umdæmi fyrir sig og sér hann um rekstur og ákæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?

Auðvelt er að reikna verð hluta með afslætti ef upphaflega verðið er gefið upp. Til að mynda kostar 1.000 króna hlutur með 15% afslætti:0,85 ∙ 1.000 kr = 850 krþar sem talan 0,85 er fengin með því að draga afsláttinn frá heildinni (1-0,15). Aðeins snúnara er að reikna upphaflegt verð ef afslátturinn og af...

category-iconEfnafræði

Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu?

Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina N2O5 sem brotnar niður í NO2 og O2 við herbergishita. Þessu má lýsa með efnajöfnunni:N2O5 --> NO2 + O2Þar sem N2O5 brotnar niður er þ...

category-iconStærðfræði

Er 1 prímtala? Ef ekki, þá hvers vegna?

Svarið við fyrri spurningunni er nei sem sést af eftirfarandi skilgreiningu:Heil tala sem er stærri en einn kallast prímtala eða frumtala ef og aðeins ef engar aðrar heilar plústölur en 1 og talan sjálf ganga upp í henni.Þetta svarar hins vegar að sjálfsögðu ekki þeirri spurningu hvers vegna þessi skilgreining er ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?

Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju eru Bretar kallaðir Tjallar?

Orðið Tjalli er notað um Breta, sérstakleg breska sjómenn. Það er einfaldlega dregið af Charley sem er gælunafn þeirra sem heita Charles. Íslenska orðið tjalli er þess vegna myndað með hljóðlíkingu. Breska nafnið Charles er það sama og Karl í germönskum málum. Þeir sem kalla Karl Bretaprins 'Kalla Bretaprins...

category-iconSálfræði

Hvernig rætast draumar?

Sumir virðast telja að draumar séu yfirnáttúrleg fyrirbæri og að í þeim geti falist eins konar spádómur um framtíðina. Samkvæmt vísindum nútímans er hins vegar ekkert yfirnáttúrlegt við drauma, þeir eru starfsemi hugans í svefni, á sama hátt og hugsanir okkar eru starfsemi hugans í vöku. Gildi drauma til að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?

Orðasambandið 'Guð launar/borgar fyrir hrafninn' er sagt um eða við þann sem gerir öðrum greiða, gerir eitthvað fyrir einhvern. Hrafnar hafa þann sið að halda þing á haustin, svokallað hrafnaþing, og skipta sér niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita á náðir manna þegar hart er í ári og snj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur haförn drepið álft?

Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu hratt kemst ljósið?

Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa...

Fleiri niðurstöður