Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5547 svör fundust
Hvaða dýr eru í útrýmingarhættu í Kína?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða dýr lifa í Kína? Hver af þeim eru í útrýmingarhættu eða eru sérstök að öðru leyti? Dýralíf í Kína er með því fjölskrúðugasta sem þekkist innan nokkurs ríkis í heiminum og ógerningur er að fjalla um allar þær tegundir sem þar er að finna í svari eins og þessu. Hér verð...
Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?
Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...
Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum. Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur...
Hvaða dýrategund telur flesta einstaklinga?
Upprunalega spurningin var: Hvert er fjölmennasta dýr jarðar eða hvaða tegund? Stutta svarið er að það er ekki vitað hvaða einstaka tegund telur flesta einstaklinga en það er væntanlega einhver smár hryggleysingi. Tölur um stofnstærðir eru alltaf mat vísindamanna því ógerlegt er að telja alla einstaklin...
Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?
Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...
Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?
Hér á landi hefur gróðurframvinda í kjölfar þess að jöklar hopa verið lítið rannsökuð ólíkt því sem gert hefur verið víða erlendis. Að sögn Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings hefur ekki farið fram nein heildstæð rannsókn á framvindu við jökuljaðra síðan Åke Person rannsakaði breytingar á jarðvegi og gróðri...
Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvenær er talið að síberíutígris...
Hvað geta froskdýr orðið gömul?
Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...
Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?
Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...
Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?
Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...
Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?
Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...
Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?
Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...
Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?
Nóbelsverðlaunin í efnafræði (eðlisefnafræði) árið 2014 féllu í skaut þriggja vísindamanna. Þeir eru Eric Betzig vísindamaður við Janelia-rannsóknastöð Howard Hughes-stofnunarinnar fyrir læknisfræði í Virginíufylki í Bandaríkjunum, Stefan W. Hell vísindamaður og forstöðumaður Max Planck-stofnunarinnar fyrir lífeðl...
Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?
Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna” sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis almennt álitnar forvitnari - í merkingunni rýnandi eða hnýsinn - en karlar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhr...
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...