Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 718 svör fundust
Hvað er ljósbogi?
Spyrjandi bætir við: Í fréttum af slysum í álverum er stundum talað um að ljósbogi hafi myndast. Hvaða fyrirbæri er það? Ljósbogi er fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Sameindir klofna upp í f...
Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?
Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur...
Hvað er hægt að segja um liti í kjarna og í möttli jarðar?
Efnið inni í jörðinni er svokallaður svarthlutur í skilningi eðlisfræðinnar, en það merkir ekki að hluturinn sé endilega svartur á að líta, heldur að hann geislar ekki frá sér tilteknum litum eða bylgjulengdum ljóss óháð ástandi sínu; geislun frá honum og þar með liturinn fer alfarið eftir hita. Við getum hugsað o...
Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?
Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...
Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún?
Rigningin er hluti af hringrás vatnsins á jörðinni. Vatnið gufar upp úr sjó, stöðuvötnum, blautum jarðvegi og svo framvegis og stígur upp í lofthjúpinn. Raunveruleg vatnsgufa er ósýnileg en ef hún kemur til dæmis í kaldara loft þéttist hún og myndar dropa sem geta safnast í ský og stækkað þar til þeir falla til ja...
Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?
Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörun...
Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?
Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...
Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum?
Hitastig andrúmslofts má lesa tugþúsundir ára aftur í tímann með efnamælingum í jökulís frá borkjörnum úr jöklunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Súrefni í ísnum sýnir hitastigið í lofti þegar vatnsgufan þéttist og varð að snjó. Í náttúrunni er örlítill hluti súrefnisatóma þyngri en öll önnur súrefnisatóm....
Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu? H...
Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?
Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...
Í hvaða stjörnumerki er Alkor?
Smellið til að stækka myndina Stjarnan Alkor er í stjörnumerkinu Karlsvagninum sem einnig er oft nefnt Stóri-björn. Alkor myndar tvístirnakerfi ásamt stjörnunni Mizar, en saman mynda þær með þriðju stjörnunni svokallað sýndarþrístirni. Það er kallað sýnarþrístirni því þriðja stjarnan er í raun töluvert fjarri M...
Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?
Loftslagsaðgerðir miða að því að draga kerfisbundið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær geta verið af ýmsum toga. Ef tjón af losun gróðurhúsalofttegunda er ekki óendanlegt er ekki sjálfgefið að allar aðgerðir, sem draga úr losun, borgi sig. Útkoman ræðst af tjóni af hverju tonni sem losnar, hvað losunin minnkar mi...
Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?
Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...
Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?
Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...
Hvað eru hveraörverur?
Hveraörverur eru, eins og nafnið bendir til, örverur sem lifa í hverum. Þessar örverur geta verið margbreytilegar og tilheyra öllum þremur ríkjum lífvera, það er ríkjum heilkjörnunga (eukarya), baktería eða gerla (bacteria) og fornbaktería (archaea). Þær heilkjarna örverur sem finnast í hverum, eins og til dæm...