Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4271 svör fundust
Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?
Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli....
Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?
Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...
Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...
Hvenær hætta börn að stækka?
Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum. Í endum langra ...
Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?
Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markað...
Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?
Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...
Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?
Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...
Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?
Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...
Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?
Allt er alþjóðlegt. Ein fyrsta reglan sem við lærum er í umferðarskólanum, þar sem okkur er kennt að líta fyrst til vinstri, svo hægri og loks aftur til vinstri. Hið alþjóðlega snertir allt okkar líf, bæði hversdagslega og sérstaka þætti þess. Ósjálfráð hugrenningatengsl okkar um alþjóðamál eru kannski að þau séu ...
Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?
Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu. Vitað er að Grik...
Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?
Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...
Hvar finnast blóðsugur eða iglur?
Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...
Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...
Eru salamöndrur hryggdýr?
Hryggdýr skiptast í fimm flokka; spendýr, skriðdýr, fiska, fugla og froskdýr. Salamöndrur ásamt froskum skipa hóp froskdýra og því eru þær hryggdýr. Lesa má meira um salamöndrur í svari sama höfundar við spurningunni Eru salamöndrur eðlur? Salamandra af tegundinni Ambystoma maculatum. Það sem allir hópar ...
Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?
Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina. Hægt er að lesa meira um...