Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru áhrif SO2 á mannslíkamann? Eru einhver langtímaáhrif þekkt? Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinstvíildis (sem líka kallast brennisteinsdíoxíð, SO2) þá breytist efnið á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nef...
Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?
Í dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftu...
Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum?
Fyrirtækin AMD og Intel framleiða bæði nokkuð marga mismunandi örgjörva, þannig að það er líklega réttara að tala um "örgjörvafjölskyldur" AMD og Intel. Þessar örgjörvafjölskyldur hafa samt nokkur sérkenni, þannig að það er hægt að bera þær saman. Á undanförnum árum hafa fyrirtækin skipst á að vera með forystuna...
Hver fann upp á lyftum?
Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af þ...
Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?
Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...
Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?
Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...
Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?
Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirr...
Hversu lengi hafa hýenur verið til?
Samkvæmt fyrirliggjandi þekkingu komu hýenur fram á sjónarsviðið fyrir um 26 milljón árum. Fyrirrennari hýena var smávaxið rándýr sem minnti nokkuð á desketti nútímans. Elsta hýenan sem hefur fundist í steingervingum er 22 milljón ára gömul. Samkvæmt rannsóknum á beinabyggingu miðeyrans og tanna er um frumstæða hý...
Hvað er kvikuhlaup?
Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?
Fílaveiki er landlæg víða í heiminum. Meira en milljarði manna í yfir áttatíu löndum stafar hætta af smiti. Árið 2000 höfðu 120 milljónir fengið sjúkdóminn og af þeim voru meira en 40 milljónir sem hlutu varanlega hömlun eða lýti af hans völdum. Um þriðjungur tilfella er á Indlandi og þriðjungur í Afríku, en önnu...
Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?
Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...
Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?
Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru: Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt. Hvít blóðkorn: hlutverk...
Hvað er apabóla?
Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...
Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum?
Nú er spurt um gullöld grískrar heimspeki. Hugtakið ‘blómatími’, eins og ‘gullöld’ og önnur áþekk hugtök, er fyrst og fremst merkimiði sem við höfum búið til og notum til þess að upphefja ákveðið tímabil sem okkur þykir af einhverjum ástæðum mikið til koma. Við köllum eitthvert tímabil í sögu heimspekinnar blómatí...