Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1887 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?

Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...

category-iconHugvísindi

Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?

Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...

category-iconOrkumál

Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?

Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?

Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegun...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið?

Svarið er nei, vegna þess að hreyfiorka efniseindanna vex upp úr öllu valdi þegar hraði þeirra stefnir á ljóshraðann. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði eru hraða eða ferð hlutanna engin takmörk sett. Hreyfiorka vex í hlutfalli við ferðina í öðru veldi og fer því upp úr öllu valdi þegar ferðin "stefnir á óendanle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað yrði köngulóarvefur sem næði kringum jörðina þungur?

Til eru margar tegundir af köngulóm og því er ekki þess að vænta að vefur þeirra sé allur eins. Sjálfsagt er það ein ástæðan til þess að heimildum ber ekki alveg saman um þessa hluti. En með þetta í huga verður hér aðeins gefin gróf hugmynd eða dæmi um massa köngulóarvefs. Slíkt er raunar oft gert í vísindum, ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er BMI?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hversu áreiðanlegt er að nota BMI til að ákvarða líkamsástand?Líkamsmassastuðull (e. body mass index eða BMI), er einn af þremur leiðbeinandi þáttum til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hinir þættirnir eru mittismál og áhættuþættir sjúkdóma og kvilla sem tengjast offit...

category-iconNæringarfræði

Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?

Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með orðinu gossúlur en ætla má að orðið eigi við um gjósandi gíg og þá að átt sévið stöðuga súlu upp úr honum. Þetta getur gerst í tvenns konar eldgosum, annars vegar ef basísk kvika á í hlut og hins vegar þegar kvikan er súr. Hvort tilvik hefur hlotið sér nafn. Í þeim ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu gamlir geta froskar orðið?

Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?

Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?

Á báðum pólsvæðum Mars eru miklar ísbreiður, aðallega úr vatnsís en þaktar þurrís á yfirborðinu. Norðurpóllinn á Mars er um 1000 km í þvermál á sumrin og allt að tveggja km þykkur. Suðurpóllinn er öllu smærri eða 350 km í þvermál og 3 km þykkur en inniheldur engu að síður nægt vatn til að þekja reikistjörnuna með ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hvaða tveimur efnum eru litningar og hvaða hlutverki gegna efnin?

Litningar eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumna og eru einungis sjáanlegir á meðan fruma er að skipta sér. Litningar eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og prótínum. DNA er skammstöfun og stendur fyrir ensku orðin deoxyribo nucleic acid en á íslensku er stundum notuð skammstöfunin DKS sem stendur fyrir deoxýríbó...

category-iconEfnafræði

Hvað er títrun?

Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...

Fleiri niðurstöður