Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2645 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?
Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku. Draugas...
Hvað er hryggskekkja og hvað veldur henni?
Hryggskekkja er óeðlileg hliðarsveigja, ein eða tvær, á hryggnum. Ef sveigjan er aðeins ein verður hryggurinn C-laga en S-laga ef þær eru tvær. Talið er að um 2% manna hafi hryggskekkju. Algengast er að hryggskekkja komi fram snemma á barns- eða unglingsaldri og er hún algengari hjá stelpum en strákum. Hún er ættl...
Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu? segir um stjórnmálaflokka að þeir séu ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum og hafi oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessu svari er tekið mið af þessu og litið ...
Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?
Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...
Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?
Nei, segulpóll og norðurpóll eru ekki sama fyrirbærið. Norðurpóll og suðurpóll eru þeir pólar þar sem jarðmöndullinn eða snúningsásinn sker yfirborð jarðar í norðri og suðri og eru skilgreindir sem breiddargráðurnar 90°N og 90°S. Hreyfingar segulpólsins á norðurheimskautinu. Segulpólarnir sem finnast bæði í ...
Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?
Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessar...
Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?
Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...
Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna? Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi no...
Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...
Hver var A.R. Radcliffe-Brown?
Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...
Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...
Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?
Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...
Hvað stendur á Rósettusteininum?
Á Rósettusteininn er letraður sami texti á þremur mismunandi ritmálum: híeróglýfum (e. hieroglyphic) eða helgrúnum sem notaðar voru fyrir trúarleg efni, alþýðuletri (e. demotic) og loks grísku sem yfirstéttin talaði. Textinn er ritaður af prestum frá Memfis (e. Memphis) í Egyptalandi árið 196 f. Kr. og er Ptólemaí...
Hvað eru nýyrði?
Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir. Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e): Úr alfræ...
Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?
Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi. Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Þa...