Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er orðið kerling alltaf notað í neikvæðri merkingu?
Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: 'gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabó...
Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?
Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...
Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...
Hvað er stærsti maður í heimi stór?
Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er Robert Pershing Wadlow. Hann fæddist í Alton í Illinoisfylki í Bandaríkjunum þann 22. febrúar 1918. Wadlow gnæfir yfir samnemendur sína við útskrift úr framhaldsskóla árið 1936 Í fyrstu var fátt sem benti til þess að Wadlow yrði frábrugðinn öðrum börnum því við fæð...
Hver eru 10 stærstu dýr heims?
Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...
Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga?
Í dæmasafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið 'ófatlaður' úr Lagasafni handa alþýðu sem kom út á árunum 1890–1910. Þar vísar orðið reyndar ekki til manneskju heldur til kýr: „Kýr telst leigufær, sem er ófötluð“ (1898). Greinilega er átt við heilbrigða kú. Elsta dæmi þar sem 'ófatlaður' vísar til pe...
Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka?
Svefntruflanir geta orsakast af mörgu. Með aldri aukast svefntruflanir og eldra fólk á oft erfiðara með að sofna en þeir sem yngri eru og það vaknar frekar upp á nóttunni. Eins getum við vaknað upp á nóttuni vegna líkamlegra kvilla, vegna verkja, ef við þurfum að pissa eða erum með andþyngsli. Þeir sem eiga ...
Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?
Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...
Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?
Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi...
Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?
Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita). ...
Er einhver þjóðtrú tengd skógarþrestinum?
Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki s...
Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?
Með steingerð dýr eins og risaeðlur (Dinosauria) hafa vísindamenn fátt að styðjast við enda eru leifarnar sem þeir þurfa að rýna í aðeins steinrunnin bein. Ef tennur þessara skepna hafa varðveist er þó hægt að lesa ýmislegt úr vistfræði dýranna, sérstaklega fæðuhættina. Með því að skoða form tannanna má jafnvel ál...
Hvers konar afhroð er hægt að gjalda?
Orðið afhroð merkir 'tjón, skaði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur það ummyndað úr afráð 'gjald, tjón’ vegna hugsanlegra tengsla við sögnina að hrjóða í merkingunni 'ryðja (burt), tæma’ og í fornu máli 'varpa burt, reka burt, ræna’ (Íslensk orðsifjabók 1989:4). Orðasambandið að gjalda afhroð 'verða fyrir miklu t...
Hvort er réttara að segja "góðan dag" eða "góðan daginn"? Er önnur notkunin röng?
Í sambandinu ,,góðan dag" beygjast saman lýsingarorð í sterkri beygingu og nafnorð án greinis: Nf. góður dagur Þf. góðan dag Þgf. góðum degi Ef. góðs dags Ef nafnorðið er með viðskeyttum greini beygist lýsingarorðið samkvæmt veikri beygingu: Nf. góði dagurinn Þf. góða daginn Þgf. góða deginum Ef. góða dag...
Hvar er Pompei?
Hin forna borg Pompei er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi búið í Pompei þegar mest var og flestir stunduðu þe...