Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2774 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða ár er í Kína?

Frá árinu 1949 hafa Kínverjar notað sama tímatal og við erum vön. Hjá þeim er þess vegna núna árið 2006 alveg eins og hjá okkur. Fyrir 1949 var miðað við árið 1912 sem ár 1 en þá féll keisarastjórnin í Kína. Fyrir árið 1912 var annað kerfi við lýði sem miðaðist við hvaða konungsætt var við völd og hversu lengi hún...

category-iconJarðvísindi

Er annar hluti Almannagjár virkilega Norður-Ameríkuflekinn og hinn Evrasíuflekinn?

Jarðskorpa jarðar skiptist upp í fjölda brota, sem kallaðir eru jarðskorpuflekar. Nokkrir þeirra eru gríðarstórir og ná jafnvel yfir heilu heimsálfurnar. Þannig liggur heimsálfan Norður-Ameríka á Norður-Ameríkuflekanum en Evrópa og Asía eru saman á hinum víðáttumikla Evrasíufleka. Jarðskorpuflekar jarðar mætas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fjölga hvalir sér?

Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir). Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?

Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?

Svarið við þessari spurningu er að öllum líkindum nei. Engu að síður eru dæmi um það að ljón hafi verið alin á grænmetisfæði. Snemma á seinustu öld var ljónshvolpinum Tyke bjargað úr kjafti móður sinnar sem hafði sært hann illa og drepið systkini hans. Hugrakkur dýragarðsstarfsmaður bjargaði Tyke og gaf hann hjónu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um beiður?

Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr o...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur verð á vörum á kauphegðun og neytendur almennt?

Margir halda því fram að neytendur velji yfirleitt ódýrari vörur en þær dýrari. Frávik frá þeirri reglu eru engu að síður margvísleg. Innan markaðsfræða og skyldra greina ríkir nokkuð almenn sátt um það að verð getur bæði haft aðlaðandi og fælandi áhrif á kauphegðun. Neytendur virðast nota verð sem vísbendingu um ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er miltisbrandur?

Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sjúkdómar sem finnast í dýrum en geta jafnframt lagst á menn eru nefndir súnur (zoonosis). Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur stjörnuhrap?

Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?

Lofthjúpur Mars er mjög þunnur. Loftþrýstingurinn þar er aðeins 7 millibör en meðalloftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni er 1013 millibör. Um 95% lofthjúpsins er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa. Þótt lofthj...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?

Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamy...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?

Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...

category-iconLögfræði

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...

Fleiri niðurstöður