Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4604 svör fundust
Af hverju er nikótín svona ávanabindandi?
Nikótín hefur ýmis áhrif á líkamann eins og lesa má í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni: Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? Nikótín losar meðal annars dópamín sem er taugaboðefni í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis „umbunarkerfið“ eða „fíknikerfið“. Losun á dóp...
Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?
Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...
Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- o...
Hvaða föðurhús eru þetta þegar einhverju er vísað til föðurhúsanna?
Með orðinu föðurhús er átt við það heimili sem einhver ólst upp á með foreldrum sínum. Orðasambandið að vísa einhverju aftur til föðurhúsa merkir að ‘vísa einhverju á bug og senda það aftur þangað sem það er upprunnið’. Þannig kemur vísunin í föðurhús. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þessi heimild ú...
Er mýrarauði hættulegur mönnum ef hann kemst í neysluvatn?
Rauðleitt neysluvatn er vísbending um að járn sé yfir leyfðum mörkum. Það er ekki hættulegt heilsu manna en eyðileggur bragðgæði og veldur því að vond lykt er af vatninu. Vatnið er löngu orðið ódrekkandi, rautt og illa lyktandi, áður en það er hættulegt heilsu manna. Vatn sem í er járn yfir leyfðum mörkum er l...
Hvernig get ég verið viss um að vísindamenn og háskólaprófessorar svari spurningum mínum rétt?
Einfalt svar er: "Þú getur það ekki, vegna þess að maður getur í rauninni mjög sjaldan verið 100% viss um neitt!". En af hverju geturðu samt verið nokkurn veginn viss í þessu tilviki? Hér eru aðallega tveir "áhættuþættir": 1) að þeir hafi í raun ekki nægilega þekkingu, og 2) að jafnvel þótt þekking þeirra sé n...
Af hverju er stafurinn x svo mikið notaður hér á Íslandi?
Spyrjandi benti ennfremur á að Danir nota ks í staðinn fyrir x. Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefnist Fyrsta málfræðiritgerðin, er eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Höfundurinn setti sér það markmið að koma ...
Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utan...
Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?
Upphafleg spurning í heild er sem hér segir:Á vef Alþingis, www.althingi.is, í kaflanum "Upplýsingar-Ýmis hugtök...- Umræður," er greint frá hvernig þingmönnum ber að haga ræðu sinni. Þar eru meðal annars sýnd þessi tvö dæmi um ávörp: "hæstvirti forseti" og "hæstvirtur forsætisráðherra". Af hverju er þetta haft hv...
Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?
Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau br...
Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?
Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...
Hver eru sjö undur veraldar?
Píramídarnir í Giza eru einu mannvirkin af hinum sjö undrum veraldar sem enn standa. Á myndinni má sjá Keopspíramídann sem kenndur er við Keops, faraó í Egyptalandi.Hin sjö undur veraldar, svonefnd, eru helstu afrek hinna fornu menningarsamfélaga við Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum á sviði bygginga- og höggmyn...
Hvort geymist brauð betur fyrir utan ísskáp eða inni í honum?
Hægt er að svara þessari spurningu á tvo vegu eftir því hvort átt er við geymslu með tilliti til örverufræðilegra þátta eða gæðaskerðingar vegna hörðnunar brauðsins. Út frá örverufræði má reikna með að brauð geymist lengur í ísskáp heldur en í stofuhita en út frá gæðum er vænlegra að geyma það við stofuhita. Út ...
Hvað er langt frá Íslandi til Japan?
Milli Reykjavíkur og Tókíó eru 8820 kílómetrar stystu leið eftir yfirborði jarðar. Sú leið liggur ekki eftir breiddarbaugum eins og auðvelt er að láta sér detta í hug þegar horft er á kort. Stysta leið milli staða á jörðinni er alltaf eftir svokölluðum stórhring en það er hringur sem hefur miðju í miðju jarðar og ...
Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?
Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...