Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4801 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?

Þessari spurningu er einfalt að svara því orðið morð kemur hvergi fyrir í íslenskum lögum. Samkvæmt skilningi laganna er þess vegna enginn greinarmunur gerður á manndrápi og morði. Manndráp er notað um það að drepa mann eða menn og orðið morð merkir það sama, með þeim merkingarauka að manndrápið getur verið leynil...

category-iconStærðfræði

Hvað eru markverðir stafir í tölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Vitið þið forsögu þess að menn fundu upp á markverðum stöfum (tölustöfum) í raunvísindum til að hjálpa til við skilgreiningu á nákvæmni? Það væri sér í lagi gaman að vita af hverju 0 er ekki markverður stafur í heilum tölum, nema kannski sem seinasti stafur. Algeng skilgreining á...

category-iconNæringarfræði

Er appelsínusafi óhollari en gos?

Hér verða bornir saman fjórir flokkar drykkja, 1) gosdrykkir og svaladrykkir, 2) ávaxtasafi, 3) svokallaður nektarsafi og 4) vatn. Gosdrykkir og svaladrykkir Til þessa flokks teljast allir sykraðir drykkir og sykurskertir drykkir en ekki hreinir ávaxtasafar. Gosdrykkir eru yfirleitt samsettir úr vatni ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?

Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast. Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er bogasekúnda?

Mikilvægur þáttur stjörnufræðinnar er að fylgjast með staðsetningum og sýndarstærðum fyrirbæra himinsins. Ekki er hægt að tilgreina fjarlægðir milli stjarnanna á himninum í metrum eða sentímetrum, og til þess að auðvelda sér mælingar tilgreina stjörnufræðingar fjarlægðir með hornmálum. Horn er opið milli tveggja l...

category-iconStærðfræði

Af hverju er hringnum skipt í 360 gráður?

Babýloníumenn, sem bjuggu í fyrndinni þar sem nú er Írak en áður hét Mesópótamía, notuðu töluna 60 sem grunnmælieiningu. Talan 60 var einnig grunntala í talnaritunarkerfi þeirra. Þess sér stað í tímamælingum enn í dag þar sem klukkustundinni er skipt í 60 mínútur og mínútunni í 60 sekúndur. En hvers vegna var ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa? Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ...

category-iconFélagsvísindi

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?

Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...

category-iconLögfræði

Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?

Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast hvítabirnir marga húna?

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt. Birnur verða kynþroska...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni nashyrninga?

Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...

category-iconLögfræði

Hvaða þýðingu hefur það að haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali?

Þeir sem haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali í byrjun árs teljast slysatryggðir við heimilisstörf. Kveðið er á um slysatryggingu við heimilisstörf í 30. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Þar segir að þeir sem stundi heimilisstörf geti tryggt sér rétt til slysabóta við þa...

category-iconJarðvísindi

Hver var aðdragandi eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli árið 2010?

Í árslok 2009 tók land að rísa við Eyjafjallajökul og í kjölfarið jókst jarðskjálftavirkni verulega. Í lok febrúar færðist landris í aukana, og í byrjun mars margfaldaðist jarðskjálftavirknin. Almannavarnir, í samstarfi við vísindamenn, ákváðu þá að setja á lægsta stig viðvörunar vegna hættu á eldgosi í Eyjafjalla...

Fleiri niðurstöður