Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8742 svör fundust
Hvernig breyti ég tommum í millímetra?
Ein tomma er nákvæmlega 2,54 cm eða 25,4 mm. Til að breyta tommum í millímetra þarf sem sagt að margfalda með þeirri tölu. Tólf tommur jafngilda einu feti sem aftur er jafnt 30,48 cm. Svona upplýsingar er auðvelt að nálgast, bæði á veraldarvef og í handbókum ýmiss konar. Heimild: Benson, Harris, 1996. Uni...
Hvernig er orðatiltækið að 'berja í brestina' tilkomið og hvað merkir það.
Orðasambandið að berja í brestina er notað um tvennt. Í fyrsta lagi er merkingin 'afsaka eða breiða yfir galla einhvers', til dæmis „Móðirin reyndi alltaf að berja í brestina þegar sonur hennar átti í hlut.” Í öðru lagi er merkingin 'reyna að gera gott úr einhverju', til dæmis „Stjórn félagsins reyndi að berja í b...
Hvert er íslenska orðið yfir ADSL eða hvernig má þýða skammstöfunina?
Skammstöfunin ADSL stendur fyrir 'asymmetric digital subscriber line' sem merkir 'ósamhverf stafræn notendalína'. Útlenda skammstöfunin er notuð óbreytt í íslensku máli. ADSL er háhraða gagnaflutningsþjónusta sem nýtir hefðbundnar símalínur inn á Netið eða fyrirtækjanet. Með ADSL-þjónustu er notandinn sítengdur...
Fyrir framan hvaða byggingu stóð minnisvarðinn um Jón Sigurðsson upphaflega?
Minnisvarði Jóns Sigurðssonar stóð upphaflega fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og var afhjúpaður 10. september 1911 af Kristjáni Jónssyni ráðherra. Síðan var hann fluttur 1931 á Austurvöll fyrir framan Alþingishúsið, þar sem hann hefur staðið síðan eins og tillögur höfðu komið fram um í upphafi. Minn...
Hvers vegna er „Svína-“ svona algengt örnefni á Íslandi?
Ástæðan er vafalítið sú að svín voru algeng í landinu á fornum tíma. Annaðhvort er því um að ræða svínahald, til dæmis Svínadalur, eða að staðirnir minna á eða líkjast á einhvern hátt svíni, til dæmis Svínahraun (Grímnir 2:138). Svínshylur er í Breiðdalsá þar sem er klettur sem líkist svíni (sjá mynd í Árbók Ferða...
Hver er stærsti snigill í heimi?
Stærsti snigill í heimi er stórvaxinn sjávarsnigill sem nefnist Syrinx aruanus á latínu. Enska heitið er ‘Australian trumpet shell’ og á íslensku gæti hann þess vegna kallast ástralskur trompetsnigill. Trompetsnigillinn getur náð allt að 78 cm lengd og vegið tæp 20 kg. Snigillinn finnst aðallega undan strönd...
Eru salamöndrur hryggdýr?
Hryggdýr skiptast í fimm flokka; spendýr, skriðdýr, fiska, fugla og froskdýr. Salamöndrur ásamt froskum skipa hóp froskdýra og því eru þær hryggdýr. Lesa má meira um salamöndrur í svari sama höfundar við spurningunni Eru salamöndrur eðlur? Salamandra af tegundinni Ambystoma maculatum. Það sem allir hópar ...
Hver er fólksfjölgunin í % á þessu ári?
Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember 2004 voru íbúar Íslands 293.291 talsins og aukningin var 0,96% frá því í fyrra. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun íbúatalan halda áfram að vaxa á komandi árum. Íslendingar verða þá 304.711 árið 2010, 325.690 árið 2020 og 353.416 árið 2045. Þeir sem vilja f...
Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans?
Nei, hvergi í lögum er tekið sérstaklega á þess háttar athæfi, enda ekki verið að brjóta neitt með því að setja peninga í útrunna stöðumæla. Miklu frekar er einmitt verið að framfylgja þeim reglum að greiða eigi fyrir afnot af bílastæðum á ákveðnum svæðum og vandséð hvaða lögbrot ætti að felast í því að greiða fyr...
Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað? Ég hef heyrt orðið "dögurður" í þessu sambandi. Heyrði það fyrst á Hótel Sögu árið 1986.Orðið brunch virðist notað af flestum í sinni upprunalegu mynd, það er sem aðkomuorð úr ensku. Eitthvað virðist þó orðið dögurður vera notað um...
Hvað geta ánamaðkar orðið stórir?
Margar stórar ánamaðkategundir lifa í hitabeltinu og á Suðurhveli jarðar. Sú stærsta þeirra er talin vera Megascolides australis sem finnst í skóglendi nálægt Melbourne í Ástralíu. Stærstu einstaklingar af þeirri tegund verða líklega um einn metri á lengd en áður var talið að þeir gætu orðið þriggja metra langir. ...
Hvaðan fær Hvammstangi nafn sitt?
Hvammstangi. Hvammstangi er kauptún við austanverðan Miðfjörð í V-Húnavatnssýslu. Það er byggt við samnefndan tanga úr Hvammslandi, landi jarðanna Kirkjuhvamms og Syðsta-Hvamms, en stórir hvammar eru í hlíðum Vatnsnesfjalls ofan kaupstaðarins. Tanginn er rétt norðan við Hvammsána og er eini eiginlegi tanginn...
Hvaðan kemur orðið nýlenduvöruverslun?
Að baki orðsins nýlenduvöruverslun liggur danska orðið kolonialhandel, ‘verslun með vörur frá nýlendum’. Koloni í dönsku merkir ‘nýlenda’ og vörur, einkum ávextir og krydd og önnur matvara en einnig aðrar vörur, sem fluttar voru til Danmerkur frá nýlendunum voru nefndar kolonialvarer, það er ‘nýlenduvörur’. Dö...
Hvað þýðir orðið senditík?
Orðið senditík heyrist sjaldan nú orðið en var einkum notað um þann sem tók að sér sendiferðir fyrir húsbónda sinn eða aðra sem stóðu honum sjálfum hærra í þjóðfélagsstiganum. Merkingin er fremur niðrandi og orðið notað þeim til háðungar sem önnuðust viðvikin. Jákvæðari merkingu hafa aftur á móti orðin sendill og ...
Hvers vegna enda nöfn margra Brasilíumanna á -inho? Er það sambærilegt -son/-dóttir á íslensku?
Viðskeytið –inho er smækkunarviðskeyti í portúgölsku sem er móðurmál Brasilíumanna. Því er einkum skeytt aftan við mannanöfn og notað í gælandi merkingunni ‘litli’. Þannig merkir Cicinho bókstaflega ‘Cicero litli’, Celsinho ‘Celso litli’, Fernandinho ‘Fernando litli’ og Marcelinho ‘Marcelo litli’. Brasilíski f...