Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3011 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?

Í fornu máli merkti baugur ‘hringur (einkum úr gulli eða silfri)’ og var hann gjarnan notaður sem gjaldmiðill. Um var að ræða bæði hring á fingur og hring til að bera á handlegg. Þannig var armbaugur borinn á handlegg. Orðið hringur hafði sömu merkingu og nú um eitthvað sem var hringlaga og var í eldra máli meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu gamlir verða höfrungar?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti) og eru þeir fjölskipaðasta ættin. Í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Háhyrningurinn Keikó varð 25 eða 26 ára gamall. Höfrungar eru líkt og aðrir hvalir langlífar skepnur og geta nokkrar tegundir þeirra, svo sem háhyr...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er líklegra að veiran sem veldur COVID-19 verði hættulegri eða hættuminni fyrir menn vegna stökkbreytinga?

Breytingar á erfðaefni leiða sjaldan til stökka í gerð eða hæfni lífvera[1] og flestar stökkbreytingar sem finnst í stofnum eru hlutlausar.[2] Stökkbreytingar sem skemma gen og draga úr hæfni eru kallaðar neikvæðar en þær sem auka hæfni lífveru á einhvern hátt eru kallaðar jákvæðar. Jákvæð breyting á veiru getur h...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er pönk?

Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er tekið tillit til beinna og óbeinna skatta við mat á launaþróun?

Þegar hagfræðingar taka nafnstærðir, til dæmis laun í krónum talin, og vilja sjá raunbreytingar á þeim á ákveðnu tímabili er yfirleitt stuðst við verðlagsvísitölur. Þær eru notaðar til að greina breytingu á nafnstærð í annars vegar raunbreytingu og hins vegar breytingu vegna verðbólgu (eða verðhjöðnunar). Á Ís...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?

Þetta svar er eins konar framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hversvegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?Svarið felst í stuttu máli í tveimur óskyldum atriðum í hreyfingu jarðarinnar en svo einkennilega vill til að áhrif þeirra eru sambærileg að stærð. Þegar saman kemur ...

category-iconFélagsvísindi

Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?

Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er offita arfgeng?

Offita er sívaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi og er stundum talað um offitufaraldur. Gjarnan er miðað við að fólk sé offeitt þegar svokallaður líkamsmassatuðull (BMI) er kominn yfir 30 en nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er BMI? Fituforði líkamans er undir l...

category-iconHeimspeki

Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?

Ritverkum Friedrichs Nietzsches (1844-1900) er vanalega skipt í þrjú tímabil: Æskuverkin (1872-1877), miðárin (1878-1882) og síðustu árin (1883-1888). Þar sem áhrifa Nietzsches gætir meðal listamanna, arkitekta, heimspekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, tónlistarmanna, mannfræðinga, kvikmyndagerðarman...

category-iconLæknisfræði

Hvað er scotopic sensitivity syndrome?

Mjög deildar meiningar eru meðal fræðimanna um scotopic sensitivity syndrome eða SSS (því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenskt heiti þessa ástands) og þá jafnvel um það hvort í raun sé um heilkenni að ræða. Sumum fræðimönnum finnst fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heilkenninu og oft skorta á nákvæmni í aðf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?

Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. Hin fitugerðin er svokö...

category-iconEfnafræði

Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs?

Upphaflega spurningin var: Hversu mikið má kæla bjór áður en hann byrjar að frjósa? Er einhver formúla fyrir því (sem tekur tillit til hitastigs og vínanda)? Einfalda svarið er að bjór er að miklu leyti vatn (um 90-93%) og því hegðar hann sér að mestu eins og það. Við venjulegar aðstæður frýs vatn við 0°C og bjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær telst dýr útdautt?

Dýrategund telst vera útdauð þegar síðasti einstaklingur tegundarinnar deyr. Áður en að þeim sorglegu tímamótum kemur er dýrategundin þó tæknilega séð dæmd til aldauða. Þegar aðeins mjög fáir einstaklingar eru eftir verður innræktun það mikil og erfðafjölbreytni það lítil að tegundin hefur tapað getunni til að fjö...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?

Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...

Fleiri niðurstöður