Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2641 svör fundust
Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?
Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur? Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir? Þegar fyrra svarið ...
Hverjir „fundu upp“ π (pí)?
Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...
Hvað er telómerasi og hver eru áhrif hans á öldrun?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Ásu Eiríksdóttur: Hvert er hlutverk telómera (oddhulsa) og skipulagðs frumudauða varðandi öldrun? Allt frá ómunatíð hafa menn leitað ráða til að berjast gegn ellinni. Í textum sem eru um 4000 ára gamlir, og með því elsta sem hefur varðveist af rituðu máli, er að finna lýs...
Hver var Kallíkles og hvers vegna taldi Sókrates hann geðveikan?
Kallíkles er persóna í samræðunni Gorgías eftir Platon. Ekki er vitað með vissu hvort Kallíkles þessi var söguleg persóna eða ekki enda engar heimildir um hann aðrar en Gorgías. Flestir fræðimenn hallast þó að því að Kallíkles hafi verið til en sé ekki einber tilbúningur Platons. Sumir hafa þó reynt að færa rök fy...
Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?
Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...
Hver var fyrsta konan sem varð faraó í Egyptalandi til forna?
Hatshepsut var egypsk drottning sem var uppi á árunum 1507-1458 f.Kr. Hún tók við embætti faraós þegar eiginmaður hennar Tútmósis II. dó. Hún var ekki fyrsta konan til að stýra Egyptalandi en hún var fyrsta drottningin sem bar titilinn faraó. Konur sem ríktu yfir Egyptalandi á undan henni höfðu einungis gert það s...
Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?
Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...
Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?
Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey. Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kine...
Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?
Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...
Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?
Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykur...
Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?
Taka verður fram að til eru tvær gerðir af tyggigúmmí. Önnur er hið eiginlega tyggigúmmí eða tyggjó, á ensku nefnt ‘chewing gum’. Hin er svokallað ‘bubble gum’, á íslensku blöðrutyggjó eða kúlutyggjó. Menn hafa nota tuggu úr trjákvoðu, vaxi eða einhverju öðru í mörg þúsund ár. Hins vegar er talið að tyggjó haf...
Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?
Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögu...
Hversu hollir eru bananar?
Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki. Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum ...
Hvort ber að óska til hamingju með nafnið eða nöfnin þegar þau eru tvö eða fleiri?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar barn er skírt eða nefnt tveimur nöfnun eða fleirum hvort er þá rétt að segja; a) Innilegar hamingjuóskir með nafnið. b) Innilegar hamingjuóskir með nöfnin. Engar fastar reglur eru til um þetta. Líklega segðu flestir við foreldrana: „Til hamingju með nafnið...
Hvaða reglur gilda um stafsetningu þegar tölur eru skrifaðar með bókstöfum?
Í rafræna ritinu Íslensk réttritun eftir Jóhannes B. Sigtryggsson er fjallað um tölur og tölustafi í 11. kafla. Þar kemur ýmislegt fram sem ætti að gagnast spyrjanda og öðrum sem vilja kynna sér reglur um meðferð talna sem eru skrifaðar með bókstöfum. Má þar til dæmis nefna almennu regluna um að rita tölur lægri e...