Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7616 svör fundust
Hver er ég?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær. Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þett...
Er munur á körlum og konum sem uppalendum?
Í aðalatriðum er minni munur á körlum og konum sem uppalendum en sá munur sem er á körlum innbyrðis og konum innbyrðis. Fólk elur börn sín upp með mismunandi hætti og sá mismunur fer eftir mörgu öðru frekar en kynferði foreldranna. Til dæmis tekur fólk með sér sem foreldrar mismunandi reynslu frá eigin uppeldi og ...
Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?
Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að get...
Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við eina lífveran á jörðinni sem þarf að borga fyrir að búa/lifa hér? Þessi spurning felur í raun í sér margar mikilvægar spurningar og vert er að huga að þeim nánar. Spurningin hvílir á ýmsum forsendum. Þarna er gengið út frá því að við manneskjurnar þurfum að bo...
Hvað eru meginreglur laga?
Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...
Hvað er vitað um fuglaflensuna á Íslandi og getum við smitast af henni?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Þegar þetta svar er skrifað hefur faraldur fuglaflensu verið í gangi í Evrópu síðustu mánuði. Ítarlegar upplýsingar um faraldurinn liggja fy...
Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það? Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst ró...
Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?
Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...
Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?
„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...
Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?
Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...
Hvað ræður straumi í ám?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Við vorum að keyra meðfram Krossá um helgina og Kári 8 ára var að velta fyrir sér afhverju áin væri svona straummikil. Umræða spannst um magn vatns og mögulega halla landsslags. En er annað sem hefur áhrif á straum í ám t.d. botninn, dýpt og breidd farvegs. Og eykst stau...
Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?
Hvað er ofvirkni? Við fyrstu kynni af ofvirku barni er ekki víst að fólk taki eftir að eitthvað ami að. Barnið lítur eðlilega út og hagar sér jafnvel eins og önnur börn. Oft getur það tekið ókunnugt fólk töluverðan tíma að átta sig á því að barnið býr við mikla erfiðleika. Sum ofvirk börn eiga til dæmis erfitt ...
Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?
Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....
Eru óbeinar reykingar óhollar?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um óbeinar reykingar. Meðal þeirra eru: Er hættulegt að anda að sér lofti frá reykingamanni? Eru óbeinar reykingar jafn hættulegar og beinar reykingar? Hvað getur gerst ef foreldrar reykja með börnin fyrir framan sig? Getur það spillt heilsu barnanna og hver e...
Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?
Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eð...