Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5206 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?
Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi h...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?
Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi. Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsók...
Er barrskógur það sama og greniskógur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur. Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrt...
Hvað er Code civil í frönskum lögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...
Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...
Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í ljósi svars við spurningu sem birt var á Vísindavefnum fyrir einhverju síðan (Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?) velti ég fyrir mér þeirri staðreynd, sem birtist á reikningum allra húsnæðiseigenda á Íslandi en það er liðurinn “verðbætur á vexti”! Uppru...
Er hafragrautur hollur?
Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafrar. Einn helsti...
Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um gulrætur og húðlit. Meðal þeirra eru:Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti) Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg) Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Mar...
Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?
Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...
Hvernig er aðgangur annarra að tölvupósti milli manna?
Höfundur þessa svars er ekki sérfróður um tölvur en hefur hins vegar fjölbreytta reynslu sem almennur tölvunotandi í aldarfjórðung eða svo. Í samræmi við þetta er megináherslan í svarinu lögð á sjónarhorn hins almenna notanda, áhrif hans á feril tölvupóstsins og þær stillingar sem hann getur sett inn samkvæmt eigi...
Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...
Hvað getið þið sagt mér um ofvita?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Georges Cuvier og áhrif hans á vísindi samtímans?
Georges Léopold Chrètien Frèderic Dagobert Cuvier fæddist 29. ágúst árið 1769 í smábæ, sem þá hét Mömpelgard í Württemberg í Þýskalandi, nærri frönsku landamærunum og skammt norður af Sviss. Upp úr frönsku stjórnarbyltingunni, eða árið 1793, var bærinn innlimaður í Frakkland og heitir síðan Montbéliard. − Cu...
Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?
Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...
Er veiran sem veldur COVID-19 öðruvísi en aðrar veirur?
Þetta er góð og margþætt spurning. Einfalda svarið er í raun: Já, á sama hátt og allar aðrar veirur eru sérstakar á sinn hátt. Hver og ein veira er einstök en hefur sameiginlega þætti sem gera hana keimlíka mörgum öðrum veirum. Til að skilja þetta betur þurfum við fyrst að skoða hvað einkennir veirur almennt og sí...