Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3743 svör fundust
Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?
Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...
Hvað getið þið sagt mér um ástralskar eðlur?
Alls hafa fundist um 540 tegundir af eðlum á meginlandi Ástralíu. Mikill meirihluti þeirra tilheyrir fimm ættum en þær eru gekkóar (Gekkonidae), ormeðlur (Pygopodidae), drekar (Agamidae), skinkur (Scincidae) og frýnur (Varanidae). Gekkóar eru yfirleitt smáar og stóreygðar nætureðlur. Þær eru sérstaklega algenga...
Hvað varð um Manna, bróður Jóns Sveinssonar (Nonna)?
Nonnabækur Jóns Sveinssonar (1857-1944) komu út á árunum 1913-1944 og eru tólf talsins. Bækurnar fjalla um ævintýri Jóns Sveinssonar og ferðalög hans, bæði á æsku- og fullorðinsárum. Aðalpersónan er Nonni sjálfur en Manni, yngri bróðir Nonna, leikur einnig stórt hlutverk. Þetta á einkum við um bókina Nonni og Mann...
Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?
Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna...
Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?
Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir...
Hvers konar dýr er marðarhundur og hvar eru heimkynni hans?
Marðarhundur (Nyctereutes procyonoides) er hunddýr af ættkvíslinni Nyctereutes. Enskt heiti hans er raccoon dog sem þýða mætti sem þvottabjarnarhundur og er þar vísað til þess að andlit hans minnir á þvottabjörn. Á sænsku nefnist hann mårdhund, mårhund á dönsku og norsku og Marderhund á þýsku. Þrátt fyrir heitin e...
Hvað var Pelópsskagastríðið?
Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...
Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...
Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?
Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...
Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni. Bændur þurfa að gæta þess vel ...
Hvað merkir jafnan E = mc^2?
Gerð er grein fyrir þessu í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það?, og í svörum sem þar er vísað til. Vert er að taka vel eftir því að ljóshraðinn c er stór tala og annað veldi hans, c2, er enn miklu s...
Hvað er heitt á tunglinu?
Við sjáum tunglið vel vegna þess að það endurkastar geislum sólarinnar. Enginn getur lifað á tunglinu því að þar er ekkert loft og þess vegna ekki heldur neitt súrefni. Lofthjúpur mundi líka halda hitastiginu sæmilega stöðugu en það er mjög breytilegt. Yfirborð tunglsins hitnar þegar það snýr að sólinni og þá ...
Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir?
Það er alþekkt að kettlingar spyrna í júgur móður sinnar þegar þeir sjúga. Þetta gera þeir til að þrýsta mjólkinni út því þeir geta ekki sogið með munninum. Sumir kettir virðast ekki vaxa upp úr þessari hegðun og þeir eiga til að þæfa – spyrna fótum í mann og stinga klónum út. Höfundur þessa svars hefur lengi d...
Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?
Orðasambandið það kemur allt með kalda vatninu er vel þekkt í nútíma máli en erfiðlega hefur gengið að ákvarða aldur þess. Engin dæmi er að finna í söfnum Orðabókarinnar og engin dæmi eru í nærtækum orðabókum eins og Íslenskri orðabók Eddu eða Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal. Það er notað um að eitthv...
Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?
Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og...