Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4680 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?

Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er árið lengra á tunglinu en á jörðinni þar sem það snýst lengri hring en við?

Það liggur ekki alveg á borðinu hvernig ætti að skilgreina ár á tunglinu. Braut tunglsins um jörð hallar aðeins um 5 gráður miðað við braut jarðar um sól. Tunglið hefur svokallaðan bundinn snúning miðað við jörð sem þýðir að það snýr alltaf nokkurn veginn sama yfirborðssvæði að jörð. Það snýst þess vegna einn hrin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Ínúítar eiga mörg orð yfir snjó, snjókomu og ís. Hvað eiga Íslendingar mörg, hver eru þau og hvernig er hægt að þekkja eina snjótegund frá annarri?Oft er á það minnst að Grænlendingar eigi í máli sínu mörg orð um snjó. Það er mjög eðlilegt þar sem snjórinn er svo nátengdur dagl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er blogg og hvaðan er það upprunnið?

Blogg er í stuttu máli dagbókarform á netinu. Á ensku er hugtakið 'blog' stytting á orðinu 'weblog' en 'log' er nokkurs konar dagbók eða kerfisbundin skráning. Í flugi er til að mynda haldin svokölluð 'leiðarflugbók' eða 'flugdagbók', en á ensku nefnist hún 'flight log' eða 'journey logbook'. Bloggið rekur ræt...

category-iconMálvísindi: almennt

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?

Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?

Vatn er öllum dýrum lífsnauðsynlegt. Dýr nálgast vatn aðallega á þrennan hátt:með því að drekka þaðúr fæðumeð lífefnafræðilegum leiðum, það er að segja við oxun á fitu eða kolvetni.Dýr á svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi, til dæmis eyðimerkur- og sjávardýr, styðjast að mestu leyti við vatn sem fengið er úr...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?

Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?

Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...

category-iconStærðfræði

Hver fann upp tölurnar?

Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Fæðast sniglar með skel?

Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

category-iconLandafræði

Hvað er landafræði?

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðl...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?

Þegar greina á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, má sjá að blettatígurinn (Acinonyx jubatus) sker sig þó nokkuð frá hinum tveimur hvað varðar útlit og líkamsbyggingu. Í reynd er munurinn það mikill að hann hefur verið flokkaður í aðra undirætt en stórkettirnir. Hlébarði (Panthera pardus) og jagúar (Panther...

Fleiri niðurstöður