Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5888 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Vegna sífellt aukinnar tækni- og nútímavæðingar Vesturlanda hlusta flestir Texas-búar í dag á það sama og þeir sem búa í Kaliforníu, Frakklandi eða á Íslandi. Segja má að popp og hipphopp „ríki“ þar fyrst og fremst, eins og víða annars staðar. En auðvitað eru ákveðna...

category-iconHeimspeki

Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?

Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru hreisturdýr og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Hreisturdýr eru spendýr í ættbálknum Pholidota. Aðeins ein ætt tilheyrir þeim ættbálki: Manidae eða hreisturdýraætt. Ættin skiptist í þrjár ættkvíslir, Manis-ættkvíslina í Asíu sem telur fjórar tegundir og afrísku ættkvíslarnar Phataginus og Smutsia sem hvor um sig greinist í tvær tegundir. Manis culionensis...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er melgresi og vex það víðar en á Íslandi?

Heimkynni melgresisins (Leymus arenarius) eru við Atlantshafs- og Eystrasaltsströnd Mið- og Norður-Evrópu og austur eftir Íshafsströnd Rússlands skammt austur fyrir Úralfjöll. Það er einnig bæði í Færeyjum og Jan Mayen. Önnur skyld tegund, dúnmelurinn (Leymus mollis), er ríkjandi vestanhafs, bæði á Grænlandi og me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta dýr Íslands?

Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru haga...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?

Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna vaxa ekki nýir útlimir á menn?

Spurning þessi er í raun ein af grundvallarspurningum þroskunarfræðinnar og hafa margir leitað svara við henni. Einn vísindamaður hefur sagt að hann mundi fórna hægri handlegg sínum fyrir að vita hvernig útlimir geta endurnýjast. Myndun útlima er flókið ferli sem fer fram á ákveðnum stað og tíma í þroskun ein...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast stuðlaberg?

Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?

Hin svokallaða Jörfagleði var vikivakadansleikur sem haldinn var árlega á jólum í Haukadal í Dalasýslu seint á 17. öld og snemma á 18. öld. (Um vikivakadansleiki þar sem fólk söng og dansaði og skemmti sér við ýmiss konar dulbúningsleiki eins og hestleik, Háa-Þóruleik og Þingálpnsleik sjá Jón Samsonarson, Kvæði og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi?

Líklega var stökkfeti (Saltopus) léttasta risaeðlan, en leifar hans fundust í norðausturhluta Skotlands þar sem honum var gefið nafnið árið 1910. Eðlan var tvífætla, um 60 cm löng, hæðin rétt um 30 cm (frá jörðu upp á efsta hluta höfuðs) og þyngdin er talin hafa verið 900 g. Hins vegar var þverhaus (Micropachyceph...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?

Innri öndun er kölluð öðru nafni frumuöndun og fer fram í hverri einustu frumu líkamans. Þetta er í raun efnaferli þar sem orkuefni, sem við höfum fengið með fæðunni og hafa borist með blóðrásinni frá meltingarfærum til vefja líkamans, eru brotin niður í frumunum til að fá úr þeim orku. Þessi efni eru sykrur (carb...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?

Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er: að 'tryllast' eða 'brjálast' að 'verða mjög æstur/reiður yfir einhverju' eða 'fá eitthvað á heilann' að 'verða ofsafenginn' eða 'ofbeldisfullur' verða 'kynferðislega ágengur' (sem einnig mætti kalla að vera 'kvenýgur'...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til drekar á Íslandi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Eru drekar skordýr? Drekar eru ekki skordýr, heldur áttfætlur (Arachnida) líkt og köngulær, langfætlur og sporðdrekar. Drekar líkjast helst sporðdrekum að því leyti að þreifararnir hafa ummyndast í öflugar griptangir. Það er líklega ástæða þess að á ensku eru þeir nefndir ge...

category-iconEfnafræði

Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?

Þegar lífrænt efni, til dæmis grænmeti eða ávextir, rotnar við súrefnissnauðar aðstæður myndast metan (CH4). Metan má nota sem ökutækjaeldsneyti og til raforkuframleiðslu. Því er ljóst að svarið við spurningunni er já. Með hjálp vissra gerla má vinna metan úr grænmeti og ávöxtum sem síðan er hægt að nota til að fr...

Fleiri niðurstöður