Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5566 svör fundust
Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos?
Þó svo að kók gjósi afskaplega vel þegar mentos er sett beint ofan í kókflösku, þá er ekki þar með sagt að það sama gerist við aðrar aðstæður. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók? er megin ástæða þess að kókið gýs skyndilega að það er...
Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?
Voyager 1 og Voyager 2 sem báðum var skotið á loft árið 1977 eru þeir geimkönnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni). Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er...
Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...
Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Þá er ég ekki að tala um múrmeldýr sem er þá afbrigði af kameldýri eða eitthvað slíkt? Við könnumst ekki við að til sé dýr sem gengur undir heitinu múmeldýr. En það er rétt hjá spyrjanda að til eru svokölluð múrmeldýr en latnes...
Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...
Hvað éta letidýr?
Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...
Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?
Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...
Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?
Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur...
Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki. Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? efti...
Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...
Er bannað að rassskella börn á Íslandi?
Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...
Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?
Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að set...
Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?
Þetta orðasamband er ekki gamalt í íslensku. Þess er getið í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál sem gefin var út 1982. Þar er merkingin sögð ‛ávita e-n, skamma’. Það er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 1983 en í útgáfunni frá 2002 er merkingin sögð 'ávíta e-n duglega' og notkunin...
Af hverju er grjótið á Mars rautt?
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...
Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?
Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum in...