Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6049 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?

Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...

category-iconEfnafræði

Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?

Upphaflegar spurningar voru: Hvað er marijúana? (Eðvarð) Hver er munurinn á hassi og "grasi"? (Sólveig) Er einhver munur á hassi og marijúana? (Sólveig) Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa. Hún óx upphaflega í Mið-Asíu og er stundum nefnd hampjurt þar sem vinn...

category-iconLæknisfræði

Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?

Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að get...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að undirbúa sig undir nám í verkfræði?

Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir inngöngu öllum þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geti helst gert sér vonir um viðunandi námsárangur í verkfræðideild ef þeir hafa að minnsta kosti lært þá stærðfræði og eðlisfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum. Á undanförnum árum he...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?

Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?

Flestar ef ekki allar tegundir af kattaættinni (Felidae), en þær eru taldar vera um það bil 36, virðast geta malað. Ekki er vitað til að önnur dýr mali og eru menn þá meðtaldir. Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?

Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Mörg tungumál eru lítið eða nánast ekkert rannsökuð og oft er ekki vitað hve málhafarnir eru margir, það er að segja hve margir nota tungumálið. Þetta á til dæmis við um ýmis indíánamál í Mið- og Suður-Ameríku. Vitað er til þess að inflúensa lagði nær alla íbúa þorps...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af netinu?

Spyrjandi bætir einnig við:Þessu getið þið ekki svarað!Þrátt fyrir fullyrðingu spyrjanda ætlum við að svara þessu og teljum að við höfum oft komist í hann krappari. Eins og fram kemur í fyrri svörum um Internetið er það einfaldlega tölvunet sem sett er saman úr minni einingum: vefþjónum og venjulegum tölvum sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?

Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110). Hverfjall í forgrunni, Bláfjall (til vinstri) og Sellandafjall (til ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig draga menn seiminn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?

Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppske...

category-iconHugvísindi

Hvað eru öndvegissúlur?

Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af önd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skötufótur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er skötufótur? Samanber: þegir barn er það nagar skötufótinn. Í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir, (IV:352) segir: „Við kviðuggana á skötuhæng er allstór sepi – skötufótur. „Þegir barnið meðan það etur skötufótinn,“ er sagt, þegar ætla má, að einhver sé ...

Fleiri niðurstöður